Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 11

Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 11
23. des. 1934 D V Ö L 11 andi, og þaö tók tíma að fá allt á réttan kjöl að nýju. En þetta tókst Michael þó áður en langt Ieið. Hann varð með árunum voldugur konungur, yfir blóm- legu ríki, elskaður og virtur af þjóð sinni, en fjandmennirnir óttuðust hann. Sjálfur keisarinn bauð honum dóttur sína til konu, en Michael afþakkaði boðið. — Dag nokkurn lét hann kalla ráðgjafa sinn, er hann treysti vel, á fund sinn og sagði við hann: ,,Á morgun legg ég af 'stað í langferð, og ríkið fel ég í þínar hendur“. — Síðan ferð- aðist Michael til fjarlægra landa í dulargerfi. Hann kom til borg- ar einnar, þar sem þekking og vísindi voru mjög í hávegum höfð. Hann heimsótti vitring nokkurn og bað hann að kenna sér öll hans fræði. Og vitring- urinn gerði sem Michael bað. Dag nokkurn sagði vitringurinn: „Nú get ég ekki kennt þér meira, því að nú er nemandinn vitrari en kennarinn." — Þá byrjaði Michael að kenna öðrum og varð frægur fyrir speki sína, svo að menn úr fjarlægum löndum leit- uðu á fund hans. Michael var nú 40 ára gamall °g jafnfrægur fyrir vísdóm sinn nú, sem áður fyrir hreysti sína og ríkisstjórn. En dag nokkurn brendi hann allar sínar bækur, yfirgaf borgina og leitaði til klausturs, þar sem munkarnir Hfðu við föstur og bænahald og þjónandi fátækum. Michael fékk að tala við ábótann og sagði: ,,í tíu ár hefi ég þjónaði kon- ungi mínum sem hermaður, í önnur tíu ár hefi ég þjónað landi mínu sem ráðgjafi og konungur. Síðan hefi ég í tíu ár varpað frá mér dýrð þessa heims, numið speki og kennt öðrum. En svo vil ég þjóna guði einum; leyf mér inngöngu í þetta klaustur". Ábótinn spurði hvort hann vildi kasta frá sér öllu er heyrði þess- um heimi til og Michael svaraði: ,,Ég hefi fórnað heiðri, völdum og vísdómi; hvað er þá eftir, sem ég get neitað mér um?“ En þegar hann sagði þetta, féll eitthvað á steingólfið og söng við lágt. Michael sá að hálsband hans var slitið, og hringurinn drottningarnautur hafði fallið til jarðar. „Hvað er þetta sonur minn?“, spurði ábótinn. Michael tók upp hringinn og svaraði: „Það er bara lítill messings- hringur, sem áður var barns- leikfang.“ „Kasta honum út um gluggann, út í vígisgröfina, sem liggur hér úti fyrir, því að þú hefir ákveðið að neita þér um allt, sem til heyrir þessum heimi.“ Þá sagði Michael: „Blessa mig faðir og lát mig síðan fara; ég er ekki verðugur að stíga inn í þetta hús og vinna þjónustustörf þar, því ég get ekki kastað frá mér þessum hring.“ Ábótinn blessaði hann og bað honum fararheilla. Hann

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.