Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 10

Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 10
10 D V 0 L 23. des. 1934 allir sögðu, að Michael væri mik- ilmenni. Enn að nýju brauzt styrjöld út. Michael var skipaður yfir- hershöfðingi. Hann sigraði óvin- ina og frægð hans barst víða um lönd. Veturinn eftir þetta veiktist prinsinn og dó. Drottningin var nær dauða en lífi af 'sorg og lá dengi veik. Með vorinu hresstist hún þó við aftur, og þegar hún sá Michael, brosti hún í fyrsta skipti eftir sonarmissinn, en það bros var blandað sárri sorg. Konungur varð smám saman þreyttur af að heyra Michael stöðugt sungið lof, og þar kom, að hann var skipaður landsstjóri í fjarlægu skattlandi konungs, og nýr ráðgjafi kom í hans stað. Kvöldið áður en hann skyldi leggja af stað, boðaði drottning- in hann á sinn fund. Hún beið hans í aldingarðinum. Það var sumarkvöld. — Leðurblökurnar flögruðu milli trjánna í hálf- rökkrinu, og loftið var blandið ilmi blómanna. — Drottningin sagði við Michael: ,,Þú leggur af stað í langferð á morgun; enginn veit hvenær þú kemur til baka, eða hvað bíður okkur allra hér, þegar þú ert íjarverandi. Þenna hring vil ég gefa þér til minja áður en þú ferð,“ og með þeim orðum rétti hún honum lít- inn messingshring. Michael minnt- ist þess að litli prinsinn hafði oft leikið sér að þessum hring, og borið hann á vísifingri. ,,Hann er of lítill fyrir þína fingur“, sagði drottningin. ,,Ég skal bera hann í bandi um hálsinn*-, svar- aði Michael. Drottingin horfði á hann og brosti og bros hennar var sorgþrungnara en nokkru sinni áður. Frá gluggum hallar- innar bárust tónar úr flautu kon- ungsins. Hann lék fjörugt dans- lag af mikilli kunnáttu. En drottningin sneri við og gekk inn í höllina, áður en Michael gat sagt nokkurt orð meira.------ Sumarið og haustið leið, vet- urinn kom. Dag nokkurn kom sendiboði konungs akandi í sleða, á fund Michaels, með embættis- bréf, þar sem landsstjóranum og hirðinni var boðið að klæðast sorgarbúningi, því að drottningin væri dáin. Michael og allir þjón- ar konungsins klæddust svörtum fötum, og fáninn blakti í hálfa stöng á höll landsstjórans. Annað ár leið, og þá kom annar sfendiboði, með þær frétt- ir að konungurinn væri dáinn, og þjóðin hefði vaiið Michael til konungs í hans stað. Þá lagði hann af stað til heimlands síns aftur. Hann reið inn i höfuð- borgina undir sigurhrósi. Klukk- ur hringdu og mannfjöldinn stráði blómum á veg hans. Hann var krýndur til konungs í dóm- kirkjunni, það var mikið um dýrðir, og mikil gleði ríkjandi. Hagur ríkisins hafði mjög lak- ast meðan Michael var fjarver-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.