Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 12

Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 12
12 D V ö L 38. des. 1934 Nokkrir fræðimenn Kaflar úr útvarpserindi, eftir Pálma Hannesson í danskri fræðibók, sem lengi var notuð sem kennslubók í landa- fræði, við háskólann í Kaupmanna- höfn, stendur þessi setning: „Is- land hefir á öllum tímum átt vís- indamenn, sem orpið hafa Ijóma yfir hið afskekkta ættland sitt“. Svo ber við, að við Islendingar eigum eitt rit, þar sem getið er flestra þeirra manna, sem kunnir hafa orðið fyrir vísindastarfsemi hér á landi, allt fram til vorratíma. Það er Landfræðisaga Þorvalds Thoroddsens. Hún tekur af öll tví- mæli um það, að síðan um siðabót, að minnsta kosti, hafa islendingar jafnan átt menn, sem kunnir hafa orðið með öðrum þjóðum, fyrir vís- indi og fræðimennsku — og orpið ljóma yfir Island. Ef við athugum ætterni þessara manna, sjáum við, að þeir eru allir komnir af hinum svonefndu „góðu ættum“ í landinu. Er það nú fyrir ætterniskosti, að þessir menn urðu jafn ágætir og þeir voru. Eða skyldi það vera fyrir þá sök, að hinar „góðu ættirnar“ voru einnig sagði einnig að Michael skyldi vera velkominn til baka síðar, ef guð einhvern tíma leiddi hann þangað. Og Michael hóf langa píla- grímsgöngu og lifði á ölmusu, er hann bað sér við veginn. velmegandi ættir, sem höfðu að- stöðu í þjóðfélaginu til þess, að koma sonum sínum til mennta, eins og það er kallað, því að allir voru þessir menn lærðir. Ég er ekki trú- aður á það, að vísindaeðli og ver- aldarhyggja hafi lagst eða leggist mjög í ættir saman. Hitt held ég að sé miklu réttara, að allt fram á okkar daga, hafi venjulega þeir einir, átt þess nokkurn kost, að afla sér menntunar, sem voru af efnuðu fólki komnir, eða áttu ein- hverja að, sem voru nokkurs meg- andi. Hinir urðu að hýrast heima við orfið og árina, hversu miklum hæfileikum, sem þeir voru gæddir, og hversu mjög, sem þá langaði til að leita sér frama. Þeir urðu að strita og stríða, til þess að fæða sig og sína — og konunginn, klerka og kaupmenn — eða þá að fara á vergang. Það var eini veg- urinn til að svala útþránni. Og fyrir vitsmuni sína fundu þessir menn fáa farvegi opna nema rímna kveðskap, ættfræði, og í bezta lagi annálaritun. Þegar ég hugleiði það, hvað hér hefir verið ort og ritað af alþýðu manna, bæði fyrr og síðar, þá blöskrar mér, hve mikið af and- legu atgerfi hefir farið hér for- görðum, eða því sem nær. Og ég þykist þess fullviss, að í hinum nafnlausa múg horfinna kynslóða

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.