Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 3
17. febr. 1935
D V O L
3
Skreytni
Eftir Kolbein frá Strönd
Hallgrímur var að íiestu leyti
eins og venjulegir menn, en eins
og venjulegir menn átti hann
líka ýmislegt óvenjulegt í fari sínu,
og þess vegna má einnig segja
með sanni, að hann var óvenju-
legur maður.
Þannig er víst flestum farið. Þess-
ir óvenjulegu eiginleikar koma
sjaldast fram í dagsljósið. Þeir
liggja birgðir innst í hugskoti
mannsins. Atvikin hafa aldrei opn-
að þeim leið.
Aðrir eiginleikar hrópa sjálfa sig
inn í vitund hvers einasta manns.
Þeir auðkenna persónuna. Þannig
var einn eiginleiki Hallgríms.
Eg hefi aldrei þekkt lýgnari
mann. —
Þegar eg man fyrst eftir Hall-
grími var hann nokkuð við aldur.
Hann kom ríðandi neðan traðirnar
°g slagaði dálítið á hestinum, því
hann var ofurlítið kenndur. Svo
Þoysti hann i hlaðið. í
vissi eg það fyrst að Hallgrínaur
var lyginn.
Þannig var lvgi Hallgríms: fíann
var alltaf að segja sögu'r, fuílur ög
ófullur, — og oftast var hann al-
veg ófullur.
Hann sagði fínar lygasögur. —
Hann sagði þær af vísindalegri
natni og nákvæmni. Qftast voru
þær um hesta eða aðrar skepnur,
en ef þær voru um menn voru
þær ætíð frásagnir um afrek. Eitt-
hvað þeim til fremdar og frægð-
ar.. Hallgrímur laug aldrei neinum
til meins.
Hann var furðulega sniðugur að
koma sögum sínum að. í almenn-
um fréttum, eða atburðum dag-
legs lífs fann hann ætíð hliðstæð
dæmi. Þá var engin vægð. Sög-
urnar voru reiðubúnar á hvaða
stund og stað sem var. Þær yfir-
gengu allan hugsanlega veruleika
og þær gengu jafnt yfir alla.
Eg heyrði hann meira að segja
Líklega hefir hann séð helduriLdemba hroðalegustu lygasögunum
því hann fór beint á þvotta-Í wyfir sína eigin fjölskyldu. Kona
8,iúruna og datt af baki, — en
tnllir menn meiða sig víst aldrei.
Eg var þá barn að aldri, með
*lugann fullan barnslegu hug-
myndaflugi, en mér blöskruðu sög-
Ur Hallgríms. Eg heyrði heimilis-
^ólkið tala um þær þegar hann
Var farinn. Það hló að þeim. Þá
hans eg börn hlustuðu með undr-
únarfullri lotningu. Það var ekki
annað hægt að sjá en þau tryðu
hverju einasta' orði.
Og það furðulega var, að þann-
ig var það ávalt, þegar Hallgrímur
laug. Það var líkast því að hver
maður gerði það að skyldu sinni,