Dvöl - 17.02.1935, Qupperneq 16
16
D V
Ö I.
17. lebr. 1935
bíts, stal einu sinni 1 kg. af mjöli
frá hvítum manni. Hvað gjörði
hvíti maðurinn? Hýddi hann Mo-
bits? Nei! Drap hann Mobits? Nei?
Hvað gjörði hann þá við Mobits?
Eg skal segja þér, ó, þú hvíti mað-
ur,’ hvernig farið var með Mobits.
Hvíti1 maðurinn á hús — stórt hús
— rammgjört Lús. Hann lokar
Mobits inni í húsinu. Þakið er
traust. Veggirnir eru þykkir. Hvíti
maðurinn kveikir upp eld inni í
húsinu svo Mobits verði ekki kalt.
Hann gefur Mobits mikið að eta.
Maturinn er góður. Aldrei ,hafði
Mobits etið jafngóðan mat. Það
var bæði brauð og feitt kjöt og
firnin öll af baunum. Mobits er
mjög ánægður, og líður að öllu
ieyti vel.
En fyrir dyrum hússins er magn-
aður lás til þess að Mobits geti
ekki hlaupist á brott. Það er
heimskulegt. Mobits hefir enga
löngun til þess. Hann fær stöðugt
svo mikinn mat aö hann gengur
allt af frá leyfðu. Þar er nógur
hiti og gott rúm. Mjög vitlaust að
strjúka frá þessu. Mobits er ekk-
ert fífl, og í þrjá mánuði dvelur
hann þarna. — Hann stal 1 kg.
af mjöli. Þess vegna elur hvíti
maðurinn önn fyrir Mobits allan
þennan tíma. Mobits etur þarna
mörg kg. af mjöli, sykri og kjöti,
og þar að auki kynstur af baun-
um. Og Mobits drekkur líka mikið
af tei. En þegar 3 mánuðir eru
liðnir, þá opnar hvíti maðurinn
húsið, og segir Mobits að nú megi
hann fara. En Mobits vill ekki
fara. Honum fer eins og hundin-
um, sem einhversstaðar fær stöð-
ugt mikið og gott æti. Þar vill
hundurinn óvægur vera og eins
vill Mobits fyrir hvern mun vera
í húsinu, og svo fer að seinast
rekur hvíti maðurinn hann burtu
með harðri hendi, Svo kemur Mo-
bits hingað heim í þorpið, og er
sílspikaður. Þetta er háttur hvíta
mannsins og er óskiljanlegt Eða
þetta er heimska, — mikil heimska.
— En hvað um drengir.a þína,
sterku og fimu, og hungrið, sem
þú verður að líða nú í elli þinni?
spurði eg.
— Já, það var nú hann Moklau?
byrjaði Ebbit.
— Sterkur drengur, greip móð-
irin fram í. — Hann þoldi hvíld-
arlausan róðurinn heilan dag og
nóttina líka, og hann hætti ekki
að róa þó hann þreyttis. Hann var
líka hundkunnugur ánum og vötn-
unum, og göngu laxanna í vötnin.
— Það var nú hann Moklau,
endurtók Ebbit, án þess að skeyta
því er kerlingin truflaði hann. —
Eitt vor fór hann á báti niður
eftir Yukonfljótinu — ásamt öðr-
um ungum mönnum — niður að
Campells-víginu til þess að vérsla
við hvítu mennina þar. Þar er
vörubúð, full af varningi hvíta
PrentsmiSjan Acta.