Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 7

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 7
28. apríl 1935 D V Ö L 7 voru áhrif yðar á hann svo skað- leg. Þér eyðilögðuð sköpunargáfu hans.« »Byggið þér þessa skoðun yðar á því, sem hann sagði yður?« Leighton hugsaði sig um andar- tak áður en hann svaraði. »Nei. Sannast að segja, man ég það, þegar ég hugsa mig um, að aðeins tvisvar var á yður minnst. Eftir að þér borðuðuð kvöldverð með okkur í íbúð Varians, voruð þér aldrei nefndar á nafn.« Isobel Fairlie horfði fast á hann og spurði með ákafa, sem hún dró ekki dul á: »Hvað sagði hann um mig, þsssi tvö skipti, sem þið töl- uðuð um mig?« »Við vorum ekki að tala um yð- ur,« flýtti Leighton sér að svara. »En hann minntist á yður tvisvar sinnum fyrsta daginn, sem hann sá yður. Munið þér ekki eftir, að Petersham’s bauð honum að hitta yður í kvöldboði.« Hún kinkaði kolli. »Varian var að því kominn að neita boðinu,« hélt Leighton á- fram. »Hann var hræddur um, að þér svöruðuð ekki til þess orð- stírs, sem af yður fór, og ég 'man, að hann gerði mjög háðslegar at- hugasemdir um yður.« »Hverjar voru þær,« sagði hún og það kenndi óþolinmæði í rödd- inni. Nú var Leighton skemmt. »Sjá- ið þér til,« byrjaði hann. »Mér var algjörlega ókunnur orðstír yðar, bó undarlegt megi virðast. Ég hafði aldrei heyrt yðar getið eða heyrt æfintýri yðar. Varian sagði mér ágrip af því. »Segið mér nákvæmlega, hvað hann sagði.« Leighton hugsaði sig um stund- aróorn. Hann mundi samtalið orð- rétt og sá Varian ljóslifandi fyrir sér í birtunni frá arineldinum, háan, grannvaxinn. Hann reykti vindling og gekk letilega fram og aftur um gólfið. Hann heyrði lága háðslega rödd hans, hann naut sögunnar, sem hann var að segja. — »Nei, kæri Leighton, hafið þér aldrei heyrt getið um ungfrú Fairlie? En kæri drengur minn! Snilld hennar hefir þegar gert hana ódauðlega.« Svo sagði hann honum, að Isobel Fairlie væri amerísk og af óþekktum uppruna. Gamall milljónamæringur frá Kali- forniu hafði arfleitt hana að eig- um sínum og gerði það henni kleift að ferðast um Evrópu. Hún hafði aldrei verið fögur, en þó hafði henni alltaf tekizt að ná valdi yfir óvenjulegum mönnum. Snill- ingar gáfu henni trúnað sinn. Því til sönnunar mætti nefna mynd- irnar, sem þeir máluðu af henni Besmardi, Blanche, Modiglian og Picassio. Svo mætti nefna söngv- ana þrjá, sem Debissy hafði til- einkað henni. Svo var sónatan, sem Meredith orkti til hennar á gam- als aldri. Ennfermur var sú stað- reynd fyrir hendi, aðMarcel Proust hafði sýnilega dulbúið hana í gerfi einnar söguhetjunna í: »A la rech-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.