Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 14

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 14
14 D V Ö L 28. apríl 1935 því byrjar árið 21. marz eða þegar Sólin byrjar ferð sína í gegnum Hrút og er beint uppi yfir mið- jaróarlínu á norðurleið sinni og er þá sagt að hún hafi enga miðbaugs- firð (deklination) og skiptir leið hennar árinu í árstíðir: Vetur, sumar, vor og haust. Annari hreyf- ingunni, Tunglsins, er einnig skipt I fjóra hluta; sem miðast við nýtt tungl fyrsta kvartél, fullt tungl og síðasta kvartél. — Einnig má skipta því í tvo helminga, vaxandi og minnkandi tungl. Upphöf tungl- skeiðana eru ekki bundin neinum ákveðnum stað í dýrahringnum eins og Sólar, heldur eru þau talin frá þeim stað, sem Tunglið er í samstæðu við Sól. Priðja hreyfingin er einn snún- ingur Jarðar um sjálfa sig og mót- ar hún hinn rétta sólardag. Baug þessum er skipt í fjóra hluta með áhrifaríkustu punktum stundsjár- innar, sem sé: Sólrisu, hádegi, sól- setri og miðnætti. Þrír eiginleikar. Tilveran birtir æfinlega og alstaðar þrenninguna. I stjörnuspeki er þetta sýnt með flokkum stjörnumerkjanna í þrjá aðalflokka, er minna á hugtökin í sanskrítarorðunum: Rajas, sattva, tamas. — Aðalmerkin þrjú: Hrút- ur, krabbi, vog og steingeit eru raj- astisk merki eða framsóknar, satt- visku merkin eru þau hreyfanlegu eða jafnvægis: Tvíburi, mey, skot- maður og fiskar, en tamasisku merkin eða föstu merkin, íhald eru: Naut, ljón, sporðdreki og vatnberi. Bendir þetta á hinn skapandi, leysandi og viðhaldandi kraft til- veru. 1 manninum birtast eigin- leikar þessir sem: Hverflyndi, jafn- lyndi, fastlyndi. Segullinn hefur tvö skaut, annað jákvætt og samsvarar rajas, hitt neikvætt og samsvarar tamas, og fer orkan á milli þeirra sem verk- un og endurverkun og jafnvægir sig í millibilinu og birtist þar þriðji krafturinn, sem er hinn eiginlegi sköpunarkraftur og samsvarar sattwa og er í Austurlöndum nefndur fohat. Þríhymingarnir. — Þá er dýra- hringnuro einnig skipt í fjóra þrí- hyrninga og standa því í nánu sam- bandi við höfuðskepnurnar og eru nefndir eftir þeim: Eldur, vatn, loft og jörð. — I eldsþríhyrningi eru: Hrútur, ljón og skotmaður, I vatnsþríhyrningi: Kraþbi, sporð- dreki, fiskar. I loftsþríhyrningi: Vog, vatnsberi og tvíburi. 1 jarð- arþríhyrningi: Steingeit, naut og' mey. — Pláneturnar ráða yfir merkjum dýrahringsins, eins og nú skal greina: Sólin ræður ljónsmerki, Tunglið krabba, Merkúr tvíbura og mey, Venus nauti og vog, Marz lirút og sporðdreka, Júpíter skot- manni og fiskum, og Satúrn stein- geit og vatnsbera. — Sagt er að Úran hafi náið samband við vatns- bera og njóti sín bezt þar og Nep- tún eigi mest sameiginlegt með fiskunum. — Þá er afstaða plánetanna, Sól®1'

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.