Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 15
1. soptomhoi' 1035 D V Ö L 15 háa.n hest, hlýddu umyrðalaust og- settust hæg og hljóð á fjós- fötuna, sem var þar á hvolfi. Þau lituðust um í fjósinu, með augun galopin af undrun. Flug- urnar þutu fram og aftur og hin stóra, skjöldótta kýr stóð þama rétt hjá þeim. Hún lamdi sig með halanum1, sveigði höfuðið sitt á hvað til beggja hliða og stiklaði á básnum. Eftir nokkra stund fannst Helgú tími til kominn að afla sér nauðsynlegra upplýsinga. — Ilvar hefir hún kálfinn ? spurði hún. — Bjáni, sagði Lísa, í magan- um1. Engum hafði nokkurntíma haldizt það uppi að kalla Helgu bjána, án þess að út af því yrði hin svæsnasta orrahríð, en nú var eins og henni fyndist þetta sjálf- sagður hlutur. — Hvernig kemur hann úr henni? Skerðu þá gat á hana með hníf? — Þorskhaus, sagði Lísa, og rödd hennar lýsti hinni megnustu l'yrirlitningu. Þið verðið að gera svo vel að sitja þögul og hreyf- ingarlaus, annars truflið þið Línu. Nú voru þau pabbi og mamma eflaust fyrir löngu setzt að kaffi- borðinu, en auðvitað kom það ekki til mála, að börnin færu nú að yfirgefa þetta leyndardóms- fulla fjós, þar sem kýrin stóð á stikli, en virtist stöðugt hálf- hrædd við börnin. Lísa gerði gælur við hana, svo að hún yrði rólegri og hvíslaði: Vertu hæg, kýrin mín, 'vertu hæg. Mamma hlýtur að koma bráðum — og kýrin teygði snoppuna að Lísu og baulaði vinalega. En móðir Lísu kom ekki. Allt í einu sperrti kýrin halann. — Hann er að koma! hrópaði Lísa. Nú Verðum við að taka á móti honum. Komdu hérna, Helga,, fljótt —--------- Og áður en Iielga í raun og veru vissi hvað um var að vera, stóð hún — í hvíta kjólnum sín- um — hjá kúnni, sem| henni nú þótti hreint og beint tröllvaxin, og hélt um agnarlitlar, gular kálfsklaufir — — og nú kom mjúk snppa í ljós---------blá augu ------allt höfuðið. — — Helga hljóðaði, þó ekki af hræðslu, heldur af því, að hún var ein- hverra hluta vegna frá sér af stjórnlausri hrifningu — — og allt í einu hékk eitthvað afar- langt, svartskjöldótt, blautt, nið- ur á milli barnanna. —---------- Þarna lá litli kálfurinn á mjlli þeirra og dró ört andann. — SælHu vatn, Dieter, hlauptu, livað ertu að hugsa, hrópaði Lísa. Komdu, Helga, við verðum að draga kálfinn til kýrinnar. Og Þær drógu hinn 50 punda, þunga kálf upp að stallinum og hlupu svo sjálfar eítir vatni, því Die- ter var í slíku uppnámi, að hann

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.