Dvöl - 31.12.1935, Síða 12

Dvöl - 31.12.1935, Síða 12
12 D V Ö L 31. des. 1935 stundum 200—300 Englendingar. Einkum á síðari árum. Hótelið hefir golfvöll og dregur hann Englendingana mest til sín. Húsa- kynni öll eru mikil og góð og miðuð við gesti sem hafa mikla peninga. Sunnan undir hótelinu í garðinum var útilaug og dælt í hana hreinum sjó, svo að gestir gætu líka náð í salt vatnið heima við bæinn. Frá hótelinu lágu hellulagðar gangbrautir yfir fok- sandinn og út í sjó, svo að gest- irnir gætu komið á baðskóm sín- um úr herbergjunum og í baðið, án þess að vaða sandinn. Falster- bo er fremst á eyrarodda, og sjór- inn umlykur allan bæinn og bað- staðinn, bæði hreinn og svalur. Sveinn Björnsson sendiherra dvaldi um tíma í sumar á þessum stað, og heldur við æsku sinni með að glíma við sjóinn og golf- kylfumar. — En upp eftir skaga þeim, sem bærinn stendur á, er nýlagður steinsteypuvegur, slétt- ur og stöðugur. Á slíkum vegum finnst mönnum þeir líða áfram í bifreiðunum, eins og jörðin veiti varla viðnám, heldur sé ferðin lík- ust léttu flugi. Þannig eru mörg hundruð dval- arstaðir í Svíþjóð við uppsprettur, stöðuvötn, skóga og einkum við sjó. En auk þess er til heill flokk- ur gististaða, sem enn hefir ekki verið minnst á, og það er ef til vill einmitt þeir gististaðirnir, sem við eigum eftir að taka sérstaklega til fyrirmyndar. Ég á þar við fjallahótelin, sem starfa að vísu bæði sumar og vet- ur, en þó einkum að vetrinum til. Fjallahótelin eru í hálendinu í Kili austanverðum, og norður í landi, svo langt sem byggð nær. Tilvera þessara gistihúsa byggist fyrst og fremst á dvalargestum, sem koma til að dvelja uppi í fjöllum við skíða- og skautagöng- ur, þar sem er snjór og ís. Fjöldi efnafólks býr á útmánuðum í slík- um gistihúsum í góðu fjalla- umhverfi. Er úti á skíðum og skautum, eða ekur á sleðum eftir fannbreiðunum allan daginn, hef- ir með sér nesti og kaffi í hita- flöskum. Kemur svo heim að gististaðnum undir kvöld. Þar eru góð húsakynni, hlýtt og bjart, bækur, blöð, útvarp, lestur og spil, hvíld og næði. En mest er gestasóknin á þess- ar slóðir um helgar síðari hluta vetrar, og einkum um páskana. Þá kemur unga fólkið úr skólun- um, tugir þúsunda með óralöng- um hraðlestum, sem flytja æsk- una upp í fjöllin, snjóimi o^harð- viðrin. Þá rúma gistihúsin mjög lítið af þeim mikla straumi, sem kemur. Turistaskálarnir eru fullir og hver sveitabær, sem líggur nærri góðri skíðabrekku fær fleiri gesti en hann getur tek- ið á móti. Margir bændur búa sig þó undir gestakomuna. Þeir eiga stórar stoíur fyrir svefnskála. Þar er tvöföld rúmaröð meðfram veggjum, og maður í hverju her-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.