Dvöl - 31.12.1935, Qupperneq 25

Dvöl - 31.12.1935, Qupperneq 25
31. des. 1985 D V Þeir höfðu þunnt og létt hrásilki- tjald til að sofa í og einn svefn- poka úr hreindýraskinnum, sem báðir lágu í. Það var hlýrra. Að vopni höfðu þeir tvær tvíhleypur — annað hlaupið fyrir högl, hitt fyrir kúlu. Ennfremur 180 kúlu- skot og 150 haglaskot. Þeir félagar sóttu nú norður eftir ísnum. Hann var ógreiðfær og ferðin var bæði erfið og tafsöm. íshröngl tafði einkum fyrir og sumstaðar vakir, sem þurfti að krækja fyrir, því þeir vildu ógjarnan þyngja húðkeip- ana með því að væta þá í frost- hörkunni. 22. marz voru þeir rúml. 85° n.br. og ísinn heldur greiðfær, en daginn eftir lentu þeir í því versta íshröngli, sem hugsast gat. Næstu daga klöngr- uðust þeir yfir ísgarða og ís- hröngl, svo þreytan ætlaði að buga þá með köflum. Það kom íyrir að þeir sofnuðu af þreytu á göngunni og hrukku upp við það, að þeir voru að detta áfram á slcíðunum. Á kvöldin þegar þeir höfðu tjaldað og gefið hundunum, lokuðu þeir tjaldinu og hnipruðu sig niður í svefnpokann til að þiða fötin sín. Á daginn frusu fötin vegna útgufunar frá líkam- anum og urðu að klakabrynjum, svæ hörðum, að treyjuermarnar nudduðu djúp íleiður á úlfliðina. Frostbólga hljóp í slíkt sár á hægra úlfnlið Nansens og bar hann örið alla æfi. í svefnpokanum þiðnuðu fötin, Ö L fö en urðu þá stöm og hráköld, svo þeir lágu skjálfandi 1—2 klst. á eftir. Óðar en þeir skriðu úr pok- anum að morgninum stokkfrusu utanyfirfötin aftur. „Á eftir kvöldmatnum“, skrif- ar Nansen, „hituðum við okkur vatn með dálitlu mysudufti út í og drukkum eins heitt og við gát- um í okkur látið. Það v ar indæll drykkur, sem hitaði okkur alveg niður í tær. — Svo hnipruðum við okkur sem lengst niður í pokann og steinsváfum til morguns". Þannig brutust þeir áfram dag eftir dag, en færðin fór versnandi og lítið miðaði áfram. Þar við bættist að suma dagana rak ís- inn meira suður eftir, heldur en þeim miðaði norður. Sá Nansen sitt óvænna að halda lengur áfram og ákvað 7. apríl eftir þriggja vikna ferð að snúa við. Þeir voru þá á 86°r4’ N. og áttu um 400 km. ófarna til norðurskautsins. Það var norðar en nokkur maður liafði fæti stigið um þær mundir. Ilvergi sást neitt merki um land. Frostið var 36° þegar þeir sviftu tjaldi í nyrzta náttstað sínum. Þeir höfðu komizt nærri 300 km. norður eftir á þremur vikum. Nú áttu þeir fyrir höndum að minnsta kosti helmingi lengri leið til Fligelyhöfða á Franz Jóseps- landi, en þangað tóku þeir nú stefnu h. u. b. í SV-átt. Þótt undarlegt megi virðast, reyndist ísinn mun greiðari, þeg- ar þeir héldu suðvestur eftir held-

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.