Dvöl - 31.12.1935, Page 32

Dvöl - 31.12.1935, Page 32
33 D V 31. des. 1935 vandamál mannanna. Og um leið að gefa íslenzku alþýðufólki sýnis- hom af því, sem allmargir mestu ritsnillingar heimsins hafa fært í letur í stuttum skáldsögum. Af þeim nærri hálfu öðru hundraði skáldsagna, sem Dvöl er nú faúin að flytja, munu 3-4 hafa birzt áð- ur á prenti á íslenzku (þýddar af öðrum). Flestar sögumar eru þýddar úr ensku eða Norðurlanda- málum af kennurum eða ungum mönnum, er stunda nám í háskól- anum eða annarsstaðar. Ég hefi orðið var við, að mjög margir bókelskir menn hafa hald- ið Dvöl saman frá byrjun, og hefir verið meira reynt að geðjast smekk þeirra manna í efnisvali, heldur en hinna, sem meta flest á vog sinna kjöthugsana eða augnabliks tízkutildurs. Þeim mönnum, sem verið hafa að óska eftir að Dvöl flytti frá- sagnir um Islendinga, er lif- að hafa æfintýralífi á einkenni- legum og lítt þekktum stöðum úti í heimi — skal sagt þetta: Næst þegar ég kann að fá ráð á riti, svipuðu og Dvöl, hefi ég í huga að verða við tilmælum þeirra. Og svo að endingu: Þökk fyrir vinarhug þann og hlýleika, er við Dvöl höfum orðið aðnjótandi víða að. Hinu gagnstæða verður reynt að gleyma — eða varpa til hliðar. Gleðilegt nýtt ár! Á gamlársdag 1935. Vigfús Guðmundsson. Ö L TAFLLOK. Dr. Emanuel Lasker var heims- meistari í skák frá 1894 til 1921. Ilann er af sumum talinn sterk- asti skákmaður, sem nokkurn- tíma hefir verið til. Ennþá, 67 ára gamall, er hann einn af allra sterkustu skákmönnum heimsins. Bauer: Svart. Þessi staða er úr skák tefldri 1889. Framhaldið varð á þessa leið: 1. Bd3Xh7tM Kg8Xh7 2. De2Xh5f Kh7—g8 3. Bb2Xg7!! Kg8Xg7 Ef 3....f7—f6, þá 4. Hfl— f3, Dc6—d8. 5. Dh5—h8t, Kg8— f7. 6. Dh8—h7 og hvítt vinnur. 4. Dh5—g4t Kg7—h7 5. Hfl—f3 e6—e5 6. Iif3—h3f Dc6—h6 7. Hh3Xh6f Kh7Xh6 8. Dg4—d7 og hvítt vann.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.