Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 8

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 8
8 VALUR 25 ÁRA 1 9 1 1 — 1 9 3 6 SIGURÐUR SKÚLASON: paettir úr sögu Vals Forspjall. KnattspyrnufélagiS Valur var stofnað í maímánuði árið 1911 og á sér því orðið aldarfjórðungs- starf að baki. Þó að þetta sé ekki langur starfstími og vonandi ekki nema upphaf að aldalöngu frægð- arstarfi í þágu íslenskra íþrótta- mála, þykir eftir atvikum rétt að rekja liér að nokkru sögu félags- ins. Það er ekki nema sanngjarnt, að minnst sé jafnmerks starfs og þess, sem unnið liefir verið inn- an vébanda þessa ágæta knatt- spyrnufélags. I því felst tillilýði- leg ræktarsemi við stofnendur fé- lagsins og forustumenn fram til þessa dags. Og liinir mörgu, ungu Valsungar, sem standa í dag und- ir merki félagsins, albúnir til nýrra sigurvinninga í nafni þess, hafa gott af því að líta sem snöggvast um öxl og kynnast starfi fyrirrennara sinna í félag- inu. Þetta greinarkorn á fyrst og fremst að vera hlekkur, sem teng- ir fortið við framtíð. Það er að því leyti tímahært, að sjaldan hefir verið meiri þörf á þvi en nú, að reyna að vekja æskuna í landinu til skilnings á því besta, sem hún hefir þegið að erfðum frá fortíðinni. Hins vegar eru allmikil vand- kvæði á því, að rekja, þó að ekki sé nema höfuðdrættina í sögu Vals. Gerðabækur á félagið eng- ar um 5 fyrstu starfsár sín og slitróttar fundargerðir um sum siðari ár. Yfirleitt liefir sárlítið verið skráð um sögu félagsins fyr en nú. Það var því auðsætt, að annaðhvort varð að treysta munnlegri frásögn félagsmanna við samningu þessarar greinar eða láta samningu greinarinnar með öllu undir höfuð leggjast. Forráðamenn Vals liafa tekið fyrri kostinn. Hafa þeir Einar Björnsson skrifstofumaður og Ólafur Sigurðsson fátækrafull- trúi, sem háðir eru í útgáfunefnd þessa rits, séð að langmestu leyti um söfnun efnisins í þessa grein, en þeir hafa báðir starfað ötul- lega i Val á undanförnum árum og eru manna kunnugastir félag- inu. Hafa þeir vandað mjög til heimildarmanna sinna og ekki tekið neitt upp, sem nokkur vafi geti leilcið á um, að sé rétt. Sá, er þetta ritar, þakkar fyrnefnd- um mönnum ágæta aðstoð við samning greinarinnar, svo og öðr- um þeim mönnum, er hafa látið lionum fróðleik í té. Sjálfur hef- ir liann aldrei verið félagi í Val og þekkir því ekki nema litið til félagsins af eigin reynd. Upphaf Vals. Á árunum 1910—’ll var vakn- aður mikill áhugi fyrir knatt- spyrnu meðal æskumanna hér í Reykjavík. Þessa áhuga kendi m. a. hjá ungum mönnum í K.F. U.M., og er stofnun Vals afleið- ing lians. Einn af stofnendum fé- lagsins, Filippus Guðmundsson múrarameistari, lýsir tildrögun- um að stofnun þess sem hér segir: SIGURÐUR SKÚLASON Það var upphaf þessa félags- skapar, að nokkrir drengir úr UD í K.F.U.M. tóku að leika sér að því, að spyrna knetti í port- inu bak við hús félagsins við Amtmannsstíg. Voru þeir sí og æ að mölva rúður í gluggum húss- ins með knettinum og fór mest- allur líminn í að aura saman í nýjar rúður og setja þær i glugg- ana. Til dæmis um spellvirki þeirra félaga má nefna, að eitt sinn, er Hans, uppeldissonur síra

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.