Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 14

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 14
14 VALUR 25 ÁRA 19 11 — 1 9 3 6 Nokkrar minningar frá fyrstu árunum. Eftir Gudbjörn Guðmundsson. Það er undarlegt livað tíminn er fljótur að líða. Eg minnist enn vel dagsins, þeg- ar við, nokkrir drengir úr U. D. í K. F. U. M., komum saman á lestr- arstofunni til að ræða um það hvort ekki væri liægt að stofna knatt- spyrnufélag innan K. F. U. M. — og þó eru í dag 25 ár liðin síðan. Úti var glampandi sólskin, logn og hiti -— einn af þessum dásam- lega fögru vordögum, þegar allt iðar af lífi og fjöri. — Eg hafði boðað uokkra drengi úr U-D. á fundinn, þá sem mestan áhuga liöfðu sýnt í störfum um vetur- inn. Eg man elcki fyrir víst hve margir vöru boðaðir, en mig minnir að þeir væru 18. Aðeins tveir þriðju hlutar komu, og af þeim, sem mættu, var aðeins um helmingur, sem vildu taka þátt i slíku félagi, eða alls 6. — Ekki var byrjunin glæsileg. En við létum ekki hugfallast, heldur söfnuðum liði, og með svo mikl- um ágætum tókst sú liðssöfnun, að fátitt mun að ekki sé mögu- legt að hafa nema 28 félaga i einu knattspyrnufélagi vegna þess að þá mæta á æfingum fleiri en þarf í fullskipað lið (22 menn). En svo fór þó hér. Séra Friðrik var að halda fund suður i Hafnarfirði þetta kvöld. Þá voru engir bílar komnir og gekk hann þvi á milli bæjanna. Iíans var því ekki von fyr en kl. um 1 um nóttina og höfðum við því nægan tíma til að ræða áhuga- mál okkar, en við hann vorum við í þessu máli hálf feimnir vegna þess, að enda þótt hann hefði áð- ur en hann fór leyft okkur að stofna slikt félag innan K. F. U. M., vissum við að hann liafði lit- ið álit á þéssari iþrótt. En síðar, er hann kyntist gangi og skipulagi leiksins, sá hann strax þá þjálfun og þroskaskilyrði sem i honum fólust, og varð hann þá áhugasamastur okkar allra um framgang félagsins, og veitti ó- metanlegum andlegum straumum inn í leik okkar og félagslíf; t. d. kom liann á hverja æfingu sem liann gat, talaði í okkur kjark og drengskap og endaði með söng og hæn — en þannig var hver æfing ■ enduð þá, og setti það sinn blæ , á félagslífið og starfið. Frá fyrstu árunum er margs að minnast þó margt sé gleymt. Eg minnist áhugans við að ryðja æfingavöllinn. Á hverju kvöldi var unnið frá kl. rúmlega 8 til 11 og 12 og lengur á laug- ardögum. Eitt laugardagskveld vorum við orðnir þreyttir um lág- nættið. Þá kom sr. Friðrilc með stóra körfu í annari hendinni, fulla af bollum og kaffibrauði, i liinni með stóran ketil fullan af kaffi. Þetta liafði hann borið of- an úr K. F. U. M. og suður á Mela. Við átum og drukkum af miklum dugnaði, söfnuðum nýjum kröft- um og nú var sjálfsagt að halda áfram til kl. 3 um nóttina. Eg minnist áhugans við æfing- arnar. Það kom fyrir að af 28 fé- lögum mættu 24 og 26. Engin æf- ing féll niður livernig sem viðr- aði. Við vorum vanir að segja hver við annan er við hittumst á götu: „Æfing í lcvöld hvernig sem viðrar“. Þetta vissu allir og komu. Næsta sumar gekk eins. Þá féll niður ein æfing. Þá var rokið og rigningin svo mikil, að erfitt var að hemja sjálfan sig, auk heldur knöttinn. Þó komu nokkrir. Eg minnist einnig „samspils- æfinganna“ í portinu í K. F. U. M. þau kvöld sem ekld voru æfingar á vellinum og á sunnudögum. Þær urðu okkur sumar dýrar. Leiknin og valdið yfir knettinum var af mjög skornum skamti — og mörg kjallararúðan fór í smált. Við vor- um börn í leikninni og reyndum að liitta utan við gluggana. -—■ Ef til vill hefði verið skynsamlegra að reyna að hitta gluggana! Rúð- urnar voru mjög ódýrar þá, en aurarnir voru okkur að sama skapi mikils virði, en enginn kvartaði. Samskot á hverju kvöldi. — Ný rúða næsta dag. — Fórnfýsinni eru engin takmörk sett þegar áhuginn er takmarka- laus. Fyrsti formaður félagsins var Loftur Guðmundsson kgl. hirð- ljósmyndari. Hann var þá versl- unarmaður í Matvöruverslun Tómasar Jónssonar, sem þá var í Bankastræti 10, þar sem nú er Körfugerðin. Þar var miðstöð okkar og þaðan stjórnaði Loftur öllu: Æfingatíma, portæfingum, skemtiferðum o. fl. o. fl. Eitt sinn er ég kom til Lofts, fór hann að tala um hvort við gætum ekkert gert fyrir sr. Frið- rik, sem væri svo mikið fyrir fé- lagið. Við hugsuðum og töluðum. Loks sagði Loftur: „Hatturinn hans er orðinn svo gamall, slit- inn og Ijótur; getum við ekki gef- ið honum nýjan hatt. — Mér fanst mikið til um tillöguna. Söfnunin liófst þegar og gekk ágætlega. Næsta dag var keyptur liarður hattur í Thomsens Magasín fyrir kr. 2.85, og ég man það vel enn liversu hátíðlegir við Loftur vor- um þegar við löbbuðum niður í K. F. U. M. og færðum sr. Friðrik hattinn sem gjöf frá Val. — Þetta var fyrsta heiðursgjöf félagsips. Þá er og margs að minnast frá Framli. á bls. 46.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.