Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 15

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 15
1 9 1 1 — 1 9 3 6 VALUR 25 ÁRA 15 „Mont Bftir Loft Guömundsson. kgl. hiröljósm. Mér fellur betur að skrifa aug- lýsingar, en setja saman grein í blað — en vegna þess að „Valur“ hefir farið fram á, að eg segði eitthvað frá því sem ég man eftir af barnsárum mínum og Vals, þá vil eg segja frá einum montnum ungum manni, sem hélt að hann gæti alt —- en lá síðan á sínu eigin monti, eins og flestir slíkir menn gera fyr eða síðar. Eitt sinn er eg var á K. F. U. M. samkomu, spurði síra Friðrik Friðriksson, hvort ekki væri hér neinn, sem gæti spilað á orgel. Mikið langaði mig til að standa upp og gefa mig fram, en kveið liinsvegar fyrir, að það myndi bera of mikið á mér, og sat því kyr, en eg er nú ekki alveg á sömu skoðun núna!! Einhver til- viljun varð til þess, að sá sem gaf sig fram sem spilara gafst upp, og var þá tekinn annar ung- lingur í þessa stöðu. Eg man það vel, að þessi strákur var svo hræ- montinn af því að geta klórað sig áfram á sálmalögum, að þvi tók engu tali. Hann var settur í það embætti að spila á fundum fyrir stráka á aldrinum 10—14 ára. Af sérstökum ástæðum var mér það vel kunnugt, að hann leit mjög niður á þessa litlu drengi, og eyddi stundum ekki orði við þá. Síra Friðrik sá fljótt í gegn- um spilarann, og lyfti honum nú á æðra stig, og gerði hann að organleikara í U. D. (14—17 ára drengja). — Þar sem eg lélc dá- lítið á orgel fylgdist eg vel með öllu, og man eg það, að þessi org- anleikari framleiddi stundum óg- urleg hljóð úr orgelinu, en það bar ótrúlega lítið á því, vegna þess, að síra Friðrik var þá lcom- inn á svipstundu að orgelinu og breiddi yfir þessi óhljóð með sín- sinni sterku og breiðu rödd, en organleikarinn kendi aftur á móti þessum bannsettu, skrifuðu nót- um um óhljóðin. Þótt það gengi skrikkjótt að leiða sönginn, þá mátti sjá á organistanum, að hann vissi af sér, og fór það svo, að bann tróð sér inn i aöal- deiklina, spilaði hann þar og á al- mennum samkomum og lét mik- ið á sér bera, meðal annars „tróð hann upp“, en þótt lög þau er hann lék á orgelið væru vel þelct, voru þau oft ekki betur túlkuð á orgelið en svo, að margir þektu þau ekki. Með stöðugu hrósi, og þá lielst þeirra, er minna höfðu vit á hljómlist, jólest á montið hjá piltinum, og tók nú dóm- kirkjuorgelið undir sig og hélt konsert! — Allir vorkendu pilt- greiinu og fékk liann væga blaða- dóma. Ekki minkaði við þessa hljómleika álitið, sem liann hafði á sjálfum sér, en það hlaut að koma að því, að þessi ungi maður lilypi af sér tærnar, og sjálfsálit- ið brytist út — og það skeði ein- mitt í knattspyrnufélaginu „Val- ur“. Auðvitað fór það sem mann grunaði, að þessi ungi maður gerðist áberandi i knattspyrnu- félaginu. Fyrir 25 árum var stofnað knaltspyrnufélagið Valur, af nokkrum áhugasömum mönnum. Sira Friðrik stjórnaði þvi með sinni fádæma þolinmæði og alúð. Við fengum stundum „utan und- ir“ hjá honum, ef það hraut út úr okkur ljótt orð, en það var nú ekki svo sárt, því vanalega fylgdi með ákveðin orð, sem enduðu með faðmlagi. Þeir, sem eg man best eftir sem voru í Val, voru: Stefán sál. Ól- afsson markvörður — mjög á- kveðinn og efnilegur markvörð- ur, sem allir litu upp til —, Fili- pus Guðmundsson múrarameist- ari, Nikulás Halldórsson, trésm., bakvörður, ásamt Helga Bjarna- syni, múrara. Sem miðverðir voru mjög framarlega sem knatt- spyrnumenn og þéttir á velli, en léttir í lund, Árni B. Björnsson, kgl., Sveinn Þorkelsson, kaupm., og Pétur sál. Helgason og fleiri góðir. Þó merkilegt megi heita, þá man eg ekki eftir hverjir að- allega spiluðu fram, en það eru þó sérstaklega 2 menn, sem mér er ómögulegt að gleyma, en það voru þeir Jóhannes Sigurðsson og svo þessi montni —- sem sé eg sjálfur. Eg kom þvi þannig fyrir, að strákarnir létu mig ávalt fá bolt- ann, þvi þá þótti eg góður að „plata“, sem þá var kallað, og þegar mér tókst að leika með bollann fram og aftur í gegn um strákana, levndi sér ekki ánægja áhorfenda, þó æfing væri, og var þá oft lirópað húrra o. s. frv. — Það verkaði auðvitað á mig, sem helt væri bensíni í eld, og tók eg nú upp á einu bragði, sem dug- aði lengi vel. Eg fékk strákana oft til að detta, án þess þó að mér væri um kent, en það með þeim liætti, að eg lét mótspilarana (eg spilaði center) sparka í skósól- ann í stað boltans, þannig að í því að mótspilari sparkaði, setti eg fótinn fram fyrir. Fyrir þetta bragð fékk eg þau laun, að eg fékk iðulega sparkið í öldann í stað sólans, og endaði það með þvi, að eg varð að lokum að láta meitla skemdina úr öklalinút- unni, og þar með búinn að vera sem knattspyrnumaður. Eg liefi enn ekki séð noklcurn mann lilaupa eins og Jóliannes gerði. Því við sem vorum latir, en þáðum boltann færðan til okkar, blátt áfram siguðum Jó- hannesi á alla og um alt, enda var hann kallaður „sá þyndar- lausi“, en heldur þótti liann linur þegar liann átti að skjóta á mark, Frh. á bls. 39. *

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.