Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 21

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 21
19 1 1 — 1 9 3 6 VALUR 25 ÁRA 21 þótti sumuni miður, þvi þeim þótti matur öllu lystilegri i landi en á öldum hafsins. Var nú hald- ið rakleiðis til ísafjarðar og kom- ið þar seinni liluta sama dags. Æfðum við þar nokkra stund og skoðuðum bæinn, en til þess höfðum við aðeins skamma stund, því viðstaðan var þar einn- ig mjög stutt. Meðan á æfingu okkar stóð, komu ýmsir ísfirskir knattspyrnumenn til að liorfa á okkur og fóru foringjar þeirra fram á það við okkur, að við keptum við þá, er við kæmum þar í bakaleið, ef tími ynnist til. Var því lofað og haldið til Sauð- árkróks, en þaðan eftir örstutta stund til Siglufjarðar. Á Siglufirði hittum við enga kn attspyrnumenn, enda munu þeir lítið hafa vitað um ferðir okkar, því þá var útvarp enn ekki orðið alment hér á landi. Þar var og talsvert rok og því engin æf- ing. Til Akureyrar komum við að kvöldi 16. júní. Á bryggjunni stóð múgur manna, er fagnaði komu okkar, en Steindór Hjalta- lín útgerðarmaður á Akureyri, sem var okkur samskipa frá Reykjavík, kynti okkur hinum norðlensku knattspyrnumönnum, en hann var þá form. í Knatt- spyrnufél. Þór á Akureyri. Mót- tökur önnuðust bæði knatt- spyrnufélögin þar, U.M.F.A. og Þór. Var fyrst haldið i samkomu- hús U.M.F.A., en þaðan var okk- ur dreift til heimila þeirra, er við skyldum gista, meðan dvöl okk- ar stæði. 17. júní er haldinn hátíðlegur á Akureyri á svipaðan hátt og hér í Reykjavík, aðeins virtist okkur sem þátttakan væri öllu almennari þar. Voru þar ræðu- höld, hornablástur o. fl., auk íþróttanna, sem voru aðalliður dagsins. Óskuðu hinir norðlensku vinir okkar þess, að við tækjum þátt í frjálsum íþróttum, því þátt- taka var með minna móti. Tók- um við þátt í flestum íþrótta- greinum og við góðan orðstýr, sem einkum mátti þakka afburða iþróttamannanum Friðrik Jes- syni frá Vestmannaeyjum, en liann var miðframherji i liði okkar. Um kvöldið keptum við gegn U.M.F. Akureyrar og gerðum jafntefli, 4:4. Var leikurinn að ýmsu jafn og fjörugur, en nolck- uð harður. Völlurinn, sem var grasvöllur, var talsvert hlautur og var oft æði spaugilegt að sjá, er við vorum að detta á hinum hála velli. Varð það til þess, að við létum allir setja „tappa“ i stað „reima“ undir skó okkar fyrir næsta kappleik. Annan kappleik okkar háðum við við knattspyrnufélagið Þór, tveim dögum siðar, og unnum hann með 4:0, en þriðja og síð- asta kappleik okkar áttum við aftur við U.M.F.A. og gerðum enn jafntefli, 4:4. Dvöl okkar á Akureyri var hreinasta „paradísartilvera“, keptust allir Akureyringar við að gera okkur lífið sem þægilegast og skemtilegast. U.M.F.A. bauð okkur fram að Grund og að Krist- nesliæli, en Þór liélt okkur skiln- aðardansleik, kvöldið áður en lagt var af stað heimleiðis, en þess á milli nutum við hinnar einstöku veðurbliðu, í hinni nýju sundlaug, i skemtigarðinum, í gróðrarstöðinni og viðar, eða við sigldum fram og aftur um fjörð- inn. Þó mun hin daglega um- hyggja og vinátta, er við nutum hver á sínu heimili, lengst geym- ast. Var mataræði og aðlilynning öll svo góð, að fáir okkar munu hafa verið svo góðu vanir að heiman. Þótti okkur svo vandað til matar, að við fórum einu sinni að metast um, hver hefði það best. Rættist þá í hópinn sá félagi okkar, sem fátækastur var, en sem bjó nú á einhverju ríkasta heimilinu á Akureyri. Er hann heyrði minst á mat, býsn- aðist hann yfir því, hvílík ósköp væru borin í mat, þar sem hann byggi; í kvöld hefðu t. d. verið 13 réttir. Við göptum; enginn hafði það svona gott. Spurði nú einhver, hvaða réttir þetta væru svona margir. Jú, „það er rúllu- pylsa, kæfa, ....“, lengra komst liann ekki, en þetta varð að orð- taki. Heimleiðis var lialdið frá Ak- ureyri, þ. 22. júní, á e.s. Nova. — Daginn, sem lagt var af stað, huðu Valsungar formönnum knattspyrnufélaganna og öðrum forvígismönnum iþróttanna á Akureyri, til kaffidrykkju á Hót- el Gullfoss og afhentu þeim silf- urhikar allstóran að gjöf, sem lít- inn þakklætisvott fyrir hinar á- gætu viðtökur, og mæltu svo fyr- ir, að kept skyldi um liann í Norðlendingafjórðungi, eftir nán- ari reglugerð, er þeir sjálfir settu. Á lieimleiðinni var viða komið við, en viðstaða stutt á hverjum stað. Varð liún t. d. svo stutt á ísafirði, að við fengum eigi lokið kappleik, er við byrjuðum á við úrvalsjið ísfirskra knaltspyírnu- manna. Heimferðin gekk seint, svo seint, að við komum 4 dögum á eftir áætlun til Reykjavíkur. Var þá knattspyrnumót íslands byrj- að, en því hafði verið frestað eitt- hvað vegna tafar okkar. Komum við til Reykjavíkur 27. júní og urðum að keppa þá þegar um kvöldið. Var ekki laust við, að sumir hefðu sjóriðu á þeim kapp- leik, eftir 5 daga sjómensku. Árangur ferðarinnar var ágæt- ur og fyllilega samkvæmt tilgangi og vonum. Samheldni og vinátta treystist með öllum þátttakend- um, en flokkurinn tekið svo mikl- um framförum, að hann varð nr. 2 á íslndsmótinu, í stað 4 sætis, sem hann hafði setið i til þessa. Þátttakendur í förinni voru: Axel Gunnarsson, fararstjóri, Guðm. H. Pétursson, þjálfari, Á- mundi Sigurðsson, Halldór Árna- son, Snorri Jónasson, Pétur Krist- insson, Friðjón Guðbjörnsson, Axel Þórðarson, Ólafur Sigurðs- son, Örn Matthíasson, Guðjón Runólfsson, Konráð Gislason, Friðrik Jesson, Magnús Pálsson, Sæmundur Sæmundsson, Skúli Guðmundsson, Axel Þorbjörns- son og Hólmgeir Jónsson.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.