Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 45
1 9 1 1 — 1 9 3 6
45
ÞÆTTIR ÚR SÖGU VALS.
Frh. af bls. 12.
Axel Gunnarsson kaupmaður þá
mjög atkvæðainikill maður i Val.
Úr þessu hættir Væringjafélagið
knattsiiyrnu, og gengu þá ýmsir
Væringjar í Val. Var nú af al-
efli reynt að auka liðstyrk félags-
ins meðal yngri manna, og tókst
það svo vel, að árið 1922 voru
Valsungar orðnir alt að 350. Hafði
einn maður, Jón Sigurðsson, sið-
ar læknir, sal'nað meira en 100
mönnum í félagið árið 1921, og
sýnir það afrek, hvað hægt er að
vinna fyrir gott málefni, ef vilj-
inn er nógur.
Á árunum 1923—’25 tók Valur
þátt í Drengjahlaupi Ármanns,
árið 1922 vann félagið til eignar
verðlaunahikar 2. flokks knatt-
spyrnumanna, og árið 1923 tóku
Valsungar þátt í knattspyrnu-
mótum 1. flokka, með undanþágu
fyrir 5 liðsmenn, sem elcki voru
orðnir 18 ára. Að vísu bar Valur
ekki sigur úr hýtum á þessum
mótum, en komst þó í úrslit á
síðasta mótinu og tapaði þá gegn
K.R. með eins marks mun (úr-
slit 1:0). Hins vegar vann 2. fl.
lið félagsins um þessar mundir
hvern sigurinn af öðrum.
Á 15 ára afmæli Vals, árið 1926,
var samkv. tillögu frá Ámunda
Sigurðssyni kaupm. samþ. að láta
gera merki það, sem félagið not-
ar enn. Mun láta nærri, að 3000
merki hafi selst síðan 1926, og
má af því nokkuð marka vinsæld-
ir félagsins. Sama ár og merkið
var tekið upp, var einnig tekinn
upp nýr búningur, sem síðan hef-
ir lengst af verið aðalbúningur
félagsmanna á æfingum og kapp-
leikjum. Þó hefir Valur nú enn
tekið upp nýjan búning, sem ætl-
ast er til, að notaður sé á kapp-
leikjum öðru hvoru.
Síðan 1927 hefir ýmislegt drif-
ið á daga Vals. Sumarið 1927 fór
18 manna flokkur (1. fl.) úr fé-
laginu til Akureyrar og kepti
með góðum árangri við lcnatt-
spyrnufélögin þar. Síðan hefir
Valur jafnan kept hér til úrslita
á öllum mótum 1. flokka, nema
einu. Ekki var það þó fyr en 1930,
VALUR 25 ÁRA
að Valur ynni neitt 1. fl. mót,
en það ár vann hann íslandsmót-
ið, og lilaut þar með einkunnina:
Besta knattspyrnufélag Islands.
Vann Valur þetta mót með sam-
tals 16:2. Þetta ár vann Valur
helming allra knattspyrnumóta í
Reykj avík.
Árið 1928 komu hingað skosk-
ir knattspyrnumenn. I viðureign
sinni við Val sigruðu þeir með
6:1. Hins vegar sigraði Valur
árið eftir með 4:1 færeyskt knatt-
spyrnulið, sem liingað kom til
þess að keppa við íslendinga.
Haustið 1930 fóru íslenskir
knattspyrnumenn til Færeyja, og
er það fyrsta utanför þeirra. I
förinni voru 5 menn úr Val, og
urðu þeir félagi sínu til mikils
sóma. Hafði 9 mönnum úr félag-
inu verið boðin þátttaka í för-
inni, en 4 urðu vegna forfalla að
sitja lieima.
Upp úr þessu hefst undirbún-
ingur að nýrri utanför af hálfu
Valsunga einna. Var sú för far-
in sumarið 1931. Keptu Valsung-
ar þá bæði við Dani og Færey-
inga, 6 sinnum samtals, og varð
heildarniðurstaðan sú, að þeir
unnu með 22:10. Tveim kapp-
leikjum töpuðu Valsungar (í
Khöfn og í Silkiborg).
Var þetta hin mesta frægðar-
för, enda liafði mjög verið til
hennar vandað.
Árið 1932 fór 1. fl. kapplið úr
Val til Vestmannaeyja, til þess
að keppa þar á „þjóðhátið“ eyja-
búa. Háðir voru tveir leikir, og
unnu Valsungar háða. Sama sum-
ar fór 2. fl. kapplið úr Val til
Akureyrar og kepti í þeirri för
á Isafirði, Siglufirði og Akureyri,
en ennfremur við knattspyrnu-
menn frá Húsavík. Alls háðu
Valsungar 7 kappleiki í förinni.
Unnu þeir 5, en tvisvar varð jafn-
tefli.
Árið 1933 vann Valur Islands-
mótið, en sá sigur varð því mið-
ur dýrkeyptur, því að í úrslita-
kappleiknum hlaut markvörður
félagsins, Jón Kxistbjörnsson, svo
alvarlegan áverka innvortis, að
hann andaðist tveim dögum sið-
ar (17. júní). Jón var afburða
knattspyrnumaður. Varð hann ís-
lenskum knattspyrnumönnum og
þá ekki sist félögum sínum harm-
dauði. Heiðruðu Valsungar minn-
ingu hins látna félaga síns, með
því að sjá um útför lians og reisa
síðar stein á leiði hins látna.
Sumarið 1933 hauð Valur al-
gerlega á eigin spýtur hingað 20
manna flokki úr IÍ.F.U.M.s Bold-
klub í Kliöfn, og skyldi hann
keppa við knattspyrnufélögin
hér. Hafði þetta danska félag
einkum annast móttöku Valsunga
i Danmörku sumarið 1931. Flokk-
urinn konx liingað 15. júli og
dvaldist liér í 11 daga. Fór hann
héðan lieimleiðis við mikinn orð-
stír og mjög þakklátur yfir ágæt-
um viðtökum, enda var alt gert,
sem hægt var, til þess að gera
gestunum förina ógleymanlega.
— Þess má geta, að árið 1934
kepti Valur hér við danskan
knattspyrnuflokk, er liingað kom
að tillilutun Knattspyrnuráðs
Rej^kjavíkur. Tapaði Valur í
þeirri viðureign með 2:4. En til
samanburðar má nefna, að
danska liðið sigraði úrvalslið ís-
lendinga með 2:1.
Loks skal þess getið, að sum-
arið 1935 fór kapplið úr Val til
Noregs og Danmerkur og háði í
þeirri för 6 kappleiki, 3 i hvoru
landi. Var för þessi eingöngu far-
in sem námsför og þar af leið-
andi einungis kept við úrvals
knattspyrnumenn. Þarf því eng-
an að undra, þótt nokkuð hallaði
á Val, þegar tekið er tillit til þess,
að hvarvetna var kept á grasvöll-
um, sem Valsungar voru með
öllu óvanir, og einnig voru þeir
stundum ferðlúnir, er þeir komu
til leiks. Heildarniðurstaða þess-
ara þriggja kappleikja var sú, að
Valur tapaði með 12:25. Alls stað-
ar hlutu Valsungar lofsamlega
dóma fyrir leik sinn, og voru þeir
hinir ánægðustu yfir förinni.
VV
Niðurlag.
Þessi grein er orðin allmiklu
lengri en til var ætlast í fyrstu,
og þó hefir hér engin saga verið
sögð, heldur hefir aðeins verið
stiklað á nokkrum atburðum i