Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 46

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 46
46 VALUR 25 ÁRA 19 11 — 1 9 3 6 sambandi við Val. Þvi miður hef- ir hvorki verið tími né rúm til 0 þess að geta ýmsra áhugasöm- ustu starfsmanna og velunnara Vals á liðnum árum og starfs þeirra i þágu félagsins. Að vísu hafa nokkrir menn verið nefnd- ir hér að framan, en sjálfgert er að hæta við nöfnum þeirra Guð- mundar H. Péturssonar, Reidar Sörensens, kennara félagsins, og Frímans Helgasonar, núverandi formanns þess. Allir þessir menn og ýmsir fleiri hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í félaginu. Munu þeir menn, sem íslenskum íþróttamálum unna, vera þeim þakklátir fyrir það. Eitt af því, sem íslenska þjóðin þarfnast i ríkum mæli, er aukin likamleg menning. Á aldarfjórðungs af- mæli Vals eigum vér þá ósk heit- asta félaginu til lianda, að þvi megi á komandi tímum jafnan auðnast að ala upp sem prúðasta og tápmesta sveina, er eigi fyrir sér að leggja heilladrjúgan skerf til iþróttaafreka samtíðar sinnar. Sigurður Skúlason. NOKKRAR MINNINGAR FRÁ FYRSTU ÁRUNUM. Frh. af bls. 14. hinum mörgu skemtiferðum fé- lagsins fyrstu árin. Eitt sinn fórum við i berjaför upp að Hamrahlíð. Við höfðum — eins og oftast i slíkum ferðum — með okkur lítið tjald og áhöld til kaffihitunar. Síðdegis gerði regn mikið og skunduðu allir að tjald- inu og var kaffi hitað. Enginn fékk þó að fara inn í tjaldið nema kokkurinn. Hinir máttu stinga höfðinu inn fyrir skörina, en liggja að öðru leyti úti og þótti það betra en ekki. Nokkra bæj- arhúa bar að tjaldinu, sem voru að koma úr útreiðartúr, og fengu þeir allir kaffi. Kváðust þeir aldrei hafa fengið betra kaffi og þótti okkur þetta lof næg borgun fyrir greiðann, einkum þar sem einn gestanna rak kaffihús hér i bæn- um. — Það mun hafa verið í þess- ari för sem Lási (Nikulás Hall- dórsson trésmiður) lánaði séra Bjarna Jónssyni — þá nýorðn- um dómkirkjupresti hér — reið- hjólið sitt til bæjarins, því hans hjól var bilað. Það var ekki laust við, að við hinir strákarnir öf- unduðum Lása af þesari fremd, en hreyknastur var auðvitað Lási sjálfur af því, að hafa orðið fyrir þeirri vegtyllu að lána dómkirkju- prestinum hjólið sitt. — Svona var hugsunarháttur okkar allra barnalegur þá. Minnisstæðust er mér þó för ein í Marardal. Nokkrir fóru á laugardagskvöld og ætluðu þeir að sofa í hellisskúta í dalnum um nóttina. Hinir skyldu leggja af stað kl. 6 á sunnudagjsmorgun og hittast hjá Vatnsþrónni. Allir fóru á reiðhjólum. — Eg var einn af þeim sem ætluðu um morguninn, en vaknaði heldur seint og kom ekki inn að Vatnsþró fyr en 20 mín. yfir 6. Þá var þar enginn rnaður, en á símastaur var nælt blað, sem á stóð: „Erum farnir kl. 5 mín. yfir 6“. Svona var stund- vísin okkar í þá daga. Sá sem ekki kom á réttum tíma, varð annað hvort að verða eftir eða fara einn. — Helst hefði ég kosið að fara hvergi, en þá vissi ég að félagar mínir mundu ekkert fá til saðnings yfir daginn, þvi allur „proviantinn“ og „kokkadó(tið“ var geymt hjá mér. Það var ekki glæsileg tilhugsun að eiga að hjóla i 2 tíma og ganga svo í aðra 2 tíma með allan þennan farangur: Pott, könnu, prímus, olíubrúsa, niðursuðuvörur og ýms önnur matvæli og drykkjarföng (handa 12—14 gráðugum strákum), sem skipta átti niður á okkur alla, er við hittumst — auk míns eigin nestis (og e. t. v. annara líka), auk annars farangurs. Mér var nauðugur einn kostur að fara. Bjó ég því sem best um alt og lagði af stað og glamraði bátt í farangr- inum. Eg komst alla leið og varð þá mikill fögnuður — lijá þeim meslur yfir að fá matinn og von- ina i heitu kjöti og kaffi, og mér yfir að vera laus við byrðina. — Siðan liefi ég reynt eftir getu að vera stundvís, því aldrei gleymi ég hvað það kostaði mig mikið erfiði í þetta sinn að koma stundar- fjórðung of seint, og vel sé þeim sem mættu og fóru svo stundvís- lega, því þeir kendu mér mikið. Eg læt þvi liér staðar numið, en nota tækifærið um leið til að þakka öllum eldri og yngri fé- lögum í Val fyrir ógleymanlegar stundir og óska félaginu ævarandi heilla á framtíðarbraut þess. Guðbjörn Guðmundsson. Iþróttamenn! Munið, að því aðeins er skemtun að ferðast á sumrin, að þið liafið nesti frá

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.