Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 19

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 19
1911 — 1 9 3 6 VALUR 25 ÁRA 19 r r Heillaóskir forseta I. S. I. Á ALDARFJÖRÐUNGSAFMÆLI VALS. Á síðari árum hefir mikið ver- ið rætt og ritað um ræktun lands- ins, og er það vissulega vel farið. Að rækta landið er lífsnauðsyn, og ekki síst á þessum krepputím- um, svo að vér getum sem allra fyrst búið fullkomulega að eigin framleiðslu, og orðið oss sjálfum nógir. En um leið og vér hugs- um um ræktun landsins og gróð- urmagn íslenskrar moldar, meg- um vér eigi gleyma því, að það er engu síður nauðsynlegt að rækta mannslíkamann og manns- sálina, sem moldina. En það er eitt af hinum veglegu verkefn- um íþróttafélaganna, sem bæði skólunum og forráðarnönnum hins opinbera ber að stuðla að á allan hátt, svo að íþróttirnar geti orðið sem fyrst almenningseign. — Knattspyrnufél. Valur hefir verið eitt af þeim íþróttafélögum, sem staðið hefir framarlega i því menningarstarfi, að efla líkams- rækt landsmanna. í aldarfjórðung hafa Valsmenn barist hinni góðu haráttu, og aldrei gefist upp, þótt oft væri við ofurefli að etja á knattspyrnuvellinum. En þótt Valsmenn töpuðu mörgum kapp- leikum í fyrstu, þá varð þeim það snemma ljóst, að enginn verð- ur góður íþróttamaður, án stöðugrar æfingar og réttrar þjálfunar. Og nú á þessu aldarfjórðungsafmæli, geta þeir best séð árangur- inn af þrautseigju sinni og hinni reglulegu íþróttatamningu. Valur er nú besta knattspyrnufélag íslands, og einnig besta knattspyrnu- félag Reykjauíkur. En bæði þessi tignar- og sæmdarheiti liafa fá- um félögum fallið í skaut samtímis, á sama árinu. En íelagið hefir afrekað meira. Valur er eina knattspyrnufélagið, sem farið hefir utan til að keppa við nágrannaþjóðirnar á eigin spýtur, og sýnir það betur en margt annað dugnað, samheldni og samtök félags- manna. Valsmenn hafa tvívegis farið utan, og í bæði skiftin orðið landi og þjóð til sóma með framkomu sinni. Þeir hafa líka tekið á móti erlendum knattspyrnuflokki, 1933, og með prýði. — Eg hefi oft átt kost á þvi, að taka eftir prúðmensku og dreng- skap Valsmanna á leikvelli, þegar eg hefi gegnt dómarastörfum á Iþróttavellinum. Þessir höfuðkostir Valsmanna eru nú viðurkend- ir bæði utanlands og innan. Og hafa því utanfarir Vals líka haft þjóðernislega þýðingu að þessu leyti. Um leið og eg þakka Val fyrir aldarfjórðungsstarfið, vil eg óska þess, að Valsmenn verði ávalt hugsjónum sínum trúir; láti dreng- skap og prúðmensku skipa öndvegi i öllu sínu starfi. Þá veit eg að næsti áfangi félagsins verður jafn viðburðaríkur og fagur að góðum endurminningum og fyrsti aldarfjórðungurinn hefir verið. Fyrsta sumardag 1936. BEN. G. WAAGE. HEIÐURSFÉLAGAR Framhald á bls. 17. framkomu vora, bæði á leiksvið- inu og utan leiks. Leikinn höfum vér sjálfum oss til hressingar og lieilsusamlegrar hreyfingar; hann á að vera uppeldismeðal til þess að ná meira og meira valdi yfir sjálfum sér. Hann á að hafa styrkjandi álirif á likamann og göfgandi áhrif á sálina.....Sá, sem temur sjálfan sig og reyn- ist trúr i hinum minstu atriðum leiksins, undirbýr sig með því, til þess að geta lifað i trúmensku og prettaleysi i skyldustörfum lífsins....“ Það er margs að minnast frá fyrstu árum Vals, þar sem séra Friðrik kemur mikið við sÖgu. Hann var foringinn, ráðgjafinn, leiðtoginn. En ég veit, að engum, sem ég þekki, er eins illa við hól, eins og honum, þess vegna fer eg vægt í þær salcir. Allir, sem voru i fótboltafélögum K.F.U.M. í þann tíð, kannast við lcvæði „Uti og inni“, sem séra Friðrik orti um sumarstarfið i K.F.U.M. árið 1911. Það er í 10 þáttum, og 10 erindi i hverjum þætti. 11. og 12. erindið af þessum 100, eru svona: Nú vil ég laga sanna sögu, setja í stíl og engu skýla, um ungan dreng á víða vangi, vaskan mjög og lilýðinn lögum. Heima sjaldan sat á kvöldin, sótti leik og var ei smeykur; barSi fótum knött meS kæti, kepti vel á sléttum melum. Brann úr augum eins og logar æskufjör, en bros á vörum sýndu, aS stiiling átti’ hann alla, innri ró í hjarta fróu. Fimur þótti, fremst er inátti fremja leik á velli bleikum, Stinn sem björk hann stóS í marki, stiltur og snar í einu var hann. Alt er kvæðið yndislegt og upp- örvandi fyrir unga menn að lesa það. Eg hygg, að fáir skilji æsku- mannin betur en séra Friðrik. Jafnt i leik og utan leiks var han;n okkur leiðtogi, bróðir og vinur. Guði séu þakkir, sem gef- ur oss slíka menn, sem séra Frið- rik Friðriksson er. Páll Sigurðsson. *

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.