Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 28

Valur 25 ára - 11.05.1936, Blaðsíða 28
28 VALUR 25 ÁRA 19 1 1 — 1 9 3 6 Norðurför II. flokks 1932. Eftir Svein Zöega. Að kvöldi 7. júní lögðum við 16 íelagar úr II. fl. Vals, úr höfn með Es. „Gullfossi“, eftir að þá- verandi form. Vals, Pétur Krist- insson hafði kvatt okkur með árnaðaróskum um góða og sigur- sæla ferð, og tóku vinir og vanda- menn og aðrir velunnarar knatt- spyrnunnar, er komu til að kveðja okkur, undir óskir lians með dynjandi húrra-hrópum, sem aft- ur var svarað af okkur með liúrrahrópum og söng, um leið og skipið leið frá liafnarbakkan- um áleiðis til fyrsta áfanga ferð- arinnar, — ísafjarðar. Kl. 12 á hádegi, 8. júni, rann skipið upp að hafnarbakkanum á ísafirði, i steikjandi sólarhita og logni. Þar tóku á móti okkur, gamall kunningi okkar Axel And- résson, Helgi Guðmundsson, for- maður knattspyrnufél. Hörður og Gunnar Andrw skátaforingi, auk fjölda annara Isfirðinga. Knatt- spyrnufél. Hörður bauð okkur „inn i dal“, leiðin fram eftir var ákaflega falleg og staðurinn heill- andi. Kl. 4 e. h. hyrjaði leikur- inn við Isfirðinga. Fyrri hálfleik- ur endaði 0:0, en seinni með sigri okkar, 3:1. Kl. 6 lagði „Gullfoss“ aftur af stað, og nú áleiðis til Siglufjarðar. Endurminning okk- ar frá ísafirði var slik, að við lilökkuðum allir til að koma við þar aftur í bakaleið. Kl. 7 f. li. daginn eftir komum við til Siglufjarðar, í rigningu og þoku. Lékum við þar við úr- valslið Siglfirðinga, á velli, sem var alt of breiður og alt of stutt- ur, og þann dag betur fallinn til að leika „waterpo!o“ á en knatt- spyrnu. Leikslok urðu jafntefli, 5: 5. Eftir kappleikinn bauð Óli Hertervig okkur til kaffi- og mjólkurdrykkja i bakaríi sínu. Kl. 12 á hádegi lagði skipið af stað í seinasta áfanga ferðarinn- ar, til Akureyrar. Eftir 4 tíma ferð lagði skipið að hafnarhakkanum á Akureyri. Þar lóku á móti okkur og huðu okkur velkomna fyrir K. A. þeir Jón Sigurgeirsson og Jónas Jón- asson. Þeir fylgdu okkur því næst til Iðnskólans, því þar átt- um við að sofa, meðan við dvöld- um á Akureyri, en ýmsir félag- ar K. A. tóku okkur i fæði heim til sín, og efast eg um að til hafi verið betri heimili á Akureyri en við nutum gestrisni hjá. Næstu daga var kuldi og ó- notalegt veður, en við notuðum tímann til að skoða okkur um í bænum. Meðal annars dáðumst við mjög að listigarðinum og gróðrarstöðinni og óskuðum, að við liefðum svo fallega garða i Reykjavík. 1. leikur oklcar á Akureyri var háður við knattspyrnufél. Þór, 2. fl., og unnum við með 6: 0. Kepp- endur hjá Þór voru alt mjög dug- legir leikmenn, en vantaði sam- leik og skerpu. Daginneftirlékum við handbolta við K.A.-félaga, og unnum með 14: 7. 15. júní lékum við við 2. fl. Ii. A. og unnum með 5:1. K. A.-menn voru tölu- vert leiknari en Þórs-menn, en ekki eins stæltir. Það má segja báðum til verðugs lofs, að þeir léku báðir mjög drengilega. 14. júní vorum við boðnir a'f K. A. út í Vaglaskóg. Sú ferð var með fádæmum skemtileg, en því miður ekki tækifæri til að lýsa henni nánar. 15. júní var kapp- leikur milli okkar og 1. fl. K. A. Sá leikur endaði með jafntefli, 1:1. Leikurinn var allur mjög fjörugur og spennandi. Það má geta þess, að sama lið kepti hér í Reykjavik nokkrum dögum síðar, með þeim árangri, að það vann 1. fl. Fram og Vílc- ings. Um kvöldið var okkur hald- in veisla að Hótel Akureyri, með dans á eftir. Þar afhenti eg, sem formaður flokksins, K. A. útskor- inn skjöld, til minningar um veru okkar þar nyrðra. Daginn eflir, 16. júní, fórum við að Grund i Eyjafirði og skoð- uðum hina mjög svo veglegu kirkju, í bakaleið lcomum við að Kristneshæli. Um kvöldið kept- um við við Húsvíkinga og unn- um með 7: 0. 17. júni tókum við þátt í allsherjar-íþróttamóti Norðurlands, og varð árangur góður, áttum 1. mann í þrem greinum. 18. júní, kl. 12 á hádegi, lögð- um við af stað með „Goðafossi" Norðurfarar Vals.

x

Valur 25 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.