Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 5
var skrifuð út frá sjónarmiði friðelskandi manns. Hann sagði eitthvað á þá leið, að á meðan konan hugsar á þennan hátt, verður aldrei friður á þessari jörð. Á nteðan hún getur hugsað sér elskhugann eða soninn í herklæðum, vinnandi svokölluð stórvirki með því að drepa elskhuga og syni annarra kvenna, á meðan mun karlmaðurinn leggja undir sig lönd, fremja yfirgang og vinna víg. Konan hefur uppeldi karlmannsins í liendi sér, bæði sem móðir, ástmey og eigin- kona. Það er kannske nokkuð langt gengið að skjóta á þennan hátt allri ábyrgð yfir á konuna, og þó eru þetta ákaflega lærdóms- rík orð, sem beina huganum að hinu mikla hlutverki heimilanna, ekki bara konunnar, heldur foreldranna beggja, sem lilúa eiga að fyrstu bernsku barnsins og sá því fræi, sem við vitum nú í ljósi nýjustu sálfræði- legra rannsókna að ræður lífsstefnu barns- ins síðar á ævinni að miklu leyti. Hér er þá liinn stóri hlutur heimilanna, fyrstu bernskuárin, ábyrgð, sem enginn er börn elur upp fær skotið sér undan. Egill Skallagrímsson yrkir 7 vetra „Það mælti mín móðir“, áhrifin frá móðurknjám eru þau, að hann skuli fara brott með víkingunr og „höggva mann og annan“. Þorgeir Há- varzson býr víst sína ævi alla að kennslu móðurinnar um garpskap og mætti svo lengi telja. Það veldur mestu hér sem annars staðar, að „undirstaðan rétt sé fundin“, og hennar þarf ekki langt að leita eða ætti ekki að vera í kristnu landi, því hún er ekkert annað en kærleikur, mannúð og fórnfýsi, allt saman þveröfug hugtök við hernaðar- iegt uppeldi og árásir eins manns á annan, eða einnar þjóðar á aðra. Það eru undarlegir tímar, sem við lifum á. Heimsbyggðin er dregin svo saman í eina lieild, að hún er öll ekki miklu erfiðari yfir- ferðar en eitt land var áður og sambönd öll svo náin og mikil, að segja má að eitt landið eÖa þjóðin geti ekki án allra itinna verið. Það má líka fullvrða að hver einasta þjóð í melkorka Fyrir framan Alþingisliúsið við stofnun lýðveldisins 1944. Það er á valdi okkar kvenna hverjir skiþa þar sceti eftir nccstu kosningar. heiminum þráir frið, þráir að fá að lifa lífi sínu í friði og stunda störf sín óttalaust. En einmitt af því hvað þessi þrá er sterk, þá er svo auðvelt að skapa óttann við hið gagn- stæða, óttann við ófrið, óttann við gjöreyð- ingu á lífi og landkostum. Og svo er hernað- arvélin, hernaðaráróðurinn settur í gang. Hver þjóð hyggst að tryggja sig með því að verða fremst í kapphlaupinu og jrað á að vera gert til þess að koma í veg fyrir ófrið, því auðvitað vill engin þjóð kannast við það, að hún stefni vitandi vits nreð heiminn út í nýja styrjöld. Það má segja að einkenni lífsins í dag sé ótti allra við alla, og lækn- ingin við þessu dæmalausa böli er ennþá meiri ótti, sem svo alfir vita að ekki getur endað með öðru, ef áfram er haldið, en með þeirri sprengingu, sem að meiru eða minna leyti kann að þurrka út allt líf á jörðunni. Reynt er svo að kasta einhverri fegurðar- blæju yfir allt saman með því að telja mönnum trú um að morð í stríði séu hetju- dáðir, að múgmorð á konum og börnurn í loftárásum séu aðdáanleg afrek o. s. frv. Einnig hér á landi eiga heimilin, sem eiga að vaka yfir þjóðarsálinni að búa við þenn- an ægilega stríðsáróður. Kvikmyndir, bók- menntir, Jró aðallega útlendar, hazablöð og lélegir reyfarar, útvarp og dagblöð flytja heimilunum sífelldlega fagnaðarboðskap 37

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.