Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 6
stríðsæsinga og frásagnir urn þrekvirki þeirra sem eru útsendarar dauðans. Oft á dag skýrir útvarpið með hlakkandi hreim frá árangursríkum loftárásum á óvarðar byggð- ir og borgir austur í Asíu, það er eins og bregði fyrir sæluríku brosandi andliti um leið og talið er upp, hvað marga óvini hafi tekizt að drepa, en tiltölulega fáir hafi fallið af vinum íslenzka útvarpsins. Allar leiðir eru notaðar til þess að umturna og öfugsnúa friðelskandi mannssálinni, jafnvel leikföng barnanna. Ég las nýlega í dönsku blaði barnasögu, sem hét „Drengurinn hans pabba verður kúreki“. Jafnframt lýsing- unni á hetjulífi kúrekans var sýnd mynd af drengnum í kúrekabúningi, skjótandi úr byssu sinni. í Danmörku eru það nú mest eftirsóttu leikföngin fyrir drengi, kúreka- búningur með tilheyrandi vopnum. Einnig hér eru leikföngin farin að standa í sam- bandi við hérnað. Byssur og bogar, hnífar í belti og ég veit ekki hvað fleira eru að verða eftirsótt leikföng. Ég hef meir að segja heyrt getið urn skemmdir, t. d. rúðubrot með ein- hverju, sem á að tákna vélbyssur, kannske kemur einhver eftirlíking atómsprengjunn- ar næst. Hvað eiga nú veslings heimilin að gera, hvernig eiga þau að reisa rönd við hinum lævísa áróðri, sem alls staðar smýgur inn, því við erum nú einu sinni komin í þjóð- braut, og ég hef enga verulega trú á því að loka sig inni, hætta t. d. að lesa dagblöð eða hiusta á útvarp. Það verð ég samt að segja, að mér finnst að foreldrar þurfi ekki að gefa börnum sínum stríðsleikföng, eða þola það að aðrir geri það. En það eina, sem ég held að geti komið að gagni er að taka upp sterk- an, ákveðinn áróður á móti stríðsæsingun: um, og þar eiga skóli, kirkja og ríki að koma heimilunum til aðstoðar og það strax. Það er mikið um það talað. að skólaganga barna og unglinga hér á íslandi sé orðin allt of löng. Þó er það nú svo, að ég veit það frá mörgum kennurum og skólamönnum, að ítroðslukröfurnar eru svo miklar, að uppeldisáhrifin eru látin sitja á hakanum. Margir þessara manna taka það mjög nærri sér og mundu vilja verja til þess miklu meiri tíma en þeir telja sig mega að rækta barnssálirnar og ástunda að framleiða menn, sem lieldur vilja græða en særa, lífga í stað þess að deyða, rækta í stað þess að leggja í auðn. Hér þarf ekkert annað í rnörg- um stöðum en viðurkenningu frá hálfu rík- isins fyrir því að þetta sé gott starf, sem ætl- azt sé til að einhverjum tíma sé varið til. Og úr því komið er upp úr barnaskólunum ætti þetta beinlínis að vera sérstök fræðsla eða fyrirlestrar, sem rétt væri að leyst væri af hendi í samráði við kirkjuna, eða að ein- hverju leyti undir hennar umsjón. Samfara þessu ætti að fara fram fræðsla um menn- ingarleg verðmæti þjóðarinnar og verndun þess íslenzks arfs sem góður er og samboð- inn kristinni menningu, sem sízt mun lak- ari liér en annars staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að kirkjan myndi fyrir sitt leyti með gleðí taka að sér sinn þátt af þessu hlutverki og vera fús til sameiginlegrar skipulagningar og vissulega ætti ekki að standa á Alþingi og ríkisstjórn. Því er oft haldið fram af dag- blöðum stjórnarflokkanna og sömu kenn- inguna hef ég heyrt ráðherra og alþingis- menn flytja á Alþingi, að íslenzk menning eigi að vera svo sterk, að hún þoli dvöl út- lends lierliðs hér á landi um ófyrirsjáanleg- an tíma. Játa þó allir þessir aðilar, að um þjóðernislega og menningarlega hættu geti verið að ræða. Mundu þá ekki þessir menn verða fúsir til þess að leggja eitthvað meira af mörkum til uppeldis og fræðslumála í því skyni að styrkja menninguna og þjóð- ernið í hinni miklu hættu, sem að steðjar. Ég leyfi mér ekki að efast um það og legg því til að þetta þing sendi áskorun til ríkis- stjórnar, Alþingis og kirkju um að taka upp samstillta baráttu fyrir menningarlegum vörnum þjóðarinnar, sem hagað sé eitthvað í þá átt, sem hér hefur verið rætt um. Rccða flutt á þjóðarráðstefnu gegn her i landi 5. mai. 38 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.