Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 12
Framkvæmdarstjórn Alþjóðabandalags lýðræðissinnaðra kvenna. Fyrir miðju (til vinstri) franska visindakonan
Eugenie Cotton, forseti, og Nína Popova, varaforseti og forseti andfasistiska kvennasambandsins i Moskvu.
r
AVARP heimsþings kvenna
Gefið út af undirbúningsnefnd þingsins
Konur um heim allan. Alþjóðasamband
lýðræðissinnaðra kvenna kallar saman
Heimsþing kvenna í júní 1953, í Dan-
mörku, til að vinna að lausn þeirra miklu
vandamála, sem við nú stöndum frammi
fyrir.
Mæður, þið, sem viljið ala börn ykkar upp
í öryggi fyrir hörmungum vígbúnaðarins,
þið, sem viljið fá að horfa á börn ykkar vaxa
upp hraust og glöð, södd og sæl, hrein og
hlýlega búin, — já — krefjizt handa þeim
heimila og skóla, — og þið
Mæður sem viljið forða börnum ykkar frá
skorti og þjáningum, — en hafið ekki frekar
en þau, nein menntunarskilyrði, — og þið,
sem berjizt með þjóð ykkar gegn nýlendu-
kúguninni — þetta er ykkar þing.
Konur um heim allan. Að fæða börn okk-
ar í heiminn og ala þau upp hefur verið
okkar hlutverk og með því liöfum við átt
hlutdeild í uppbyggingu og þróun siðmenn-
ingarinnar.
Til þess að geta leyst þetta mikilvæga
lilutverk okkar sem bezt af hendi, hljótum
við að krefjast þess að fá full þjóðfélagsleg,
fjárhagsleg og pólitísk réttindi, svo allir geti
notið til fulls krafta okkar sent mæðra,
verkamanna eða borgara, í sameiginlegri
baráttu fyrir bættum lífskjörum.
I’ess vegna er það, að konur þeirra landa,
sem enn hafa ekki veitt þeim þessi réttindi,
krefjast þeirra og fullra möguleika á að not-
færa sér réttindin strax og þau fást.
Heitasta ósk hverrar einustu konu er sú,
44
MELKORKA