Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 14
LJÓSMÓÐIR í 40 ÁR Stutt samtal við Sigríði Sæland Eins og minnzt var á i Melkorku fyrir nokkru síðan átti Sigriður Sœland Ijósmóðir 40 ára starfsafmœli í marzmánuði 1952. Þótt alllangt sé umliðið birtist hér stutt viðtal við Sigriði i tilefni þessa merka starfsafmœl- is hennar. Vill blaðið um leið þakka henni fyrir að greiða götu þess á þeim 9 árum sem það hefur komið út. Þú hlýtur að eiga sáttmála góðrar sam- vizku við guð eftir þinn langa og merka starfsferil, segi ég við Sigriði. Það er að minnsta kosti margs að minnast þegar litið er til baka yfir þessa áratugi og í dag er það mér sérstakt gleðiefni að sjá hvað lífsafkoma fólks á þessum árum sem ég hef starfað sem ljósmóðir, hefur tekið mikl- um breytingum til betra og fegra lífs. Það er ólíkt að sjá aðbúnað heimilanna nú eða rétt eftir aldamótin síðustu. Ég ólst upp í stórum systkinahóp við erfið skilyrði þótt dugnaður foreldra minna fleytti okkur börnunum yfir allar torfærur. Ég kom því snemma auga á misréttið í viðskiptum manna. Óttinn og öryggisleysið setti sinn svip á allt. Brauðstritið sem flestir áttu við að stríða til að geta bjargað sér og sínum. En hver einstaklingur varð að bjarga sér sem bezt hann gat. Ég held að þetta hafi gert mig að „Ijósmóður af guðs náð“ eins og einn gamall læknir sagði einu sinni við mig. Ertu Sunnlendingur? Já, ég er fædd suður á Vatnsleysuströnd og ólst þar upp til 17 ára aldurs. Þá fluttust foreldrar mínir til Hafnarfjarðar 1907 og ég get sagt þér það að unglingur kom ég fljótt auga á hvað konur urðu fljótt gamlar og lífsþreyttar. Ég leitaði í mínum litla höf- uðkolli eftir ástæðum. Ég skildi fljótt hvað Sigriður Sceland Ijósmóðir lífið var þeim erfitt. Börnin komu hvert á eftir öðru. Konan var komin í fjötra sem lífið lagði á hana. Hún gat ekkert gert. Þæg- indalaus kotin og köld, fátæktin óskapleg í fiskileysisárunum og skilningslitlir eigin- menn á kjör konunnar. Þótt unnið væri fékkst lítið fyrir vinnuna, og sjórinn brást oft þegar verst gegndi. Mig langaði snemma að geta gert eitthvað sem lyfti manni yfir þetta daglega strit. Drengirnir gengu fyrir. Stúlkur áttu ein- ungis að hugsa um sína köllun. Þó voru for- eldrar mínir mjög á undan sinni samtíð að börn þeirra fengju einhvern undirbúning undir lífið fram yfir það sem heimilið lét í té og þau höfðu hlotið sjálf. Ég fór svo til Reykjavíkur á ljósmæðraskólann og útskrif- aðist þaðan 30. marz 1912 með 1. einkunn. Og þú tókst þá til óspilltra málanna við Ijósmóðurstörf in? Já, þá byrjaði ég að starfa og nóg var að gera. Þá var engin hjúkrunarkona í Hafnar- 46 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.