Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 7
SAMBÝLISHÚS Eftir Ingu Þórarinsson Bent Waagensen verkfræðingur og Jenny Rubin félagslegur ráðgjafi, báðir danskir, bjuggu í’ Svíþjóð á stríðsárunum og rann- sökuðu þá sænsk sambýlishús. Niðurstöð- urnar settu þeir frarn í bók, sem út kom 1949: Kollektivhuset og dets forudsætnin- ger. Á tímabilinu kringum fyrri heimsstyrj- öldina liófu menn í ýmsum löndum að gera 'dlraunir til að koma upp sambýlishúsum. Hvergi tókst að leiða tilraunirnar svo lil lykta að þeim væri haldið innan skynsam- legra efnahagslegra takmarka. Þegar húsameistarinn Sven Markelius byggði árið 1935 sambýlisliúsið við Jóns Ei- ríkssonargötu á Kungsholmen í Stokkhólmi, þótti það merkur viðburður og utan- og innanhússmyndir voru birtar í heimsblöð- unum, en það var mikil auglýsing á iélags- legum byggingarháttum í Svíþjóð. í husinu eru 57 íbúðir, flestar eins og tveggja her- bergja íbúðir, innréttaðar á nútíma vísu, sólríkar með fögru útsýni. í eldhúsinu er op lyrir matarlyftuna. Ef fólk vill síður borða í ýeitingasalnum pantar það einungis mið- dégisverðinn í gegnum hússímann og lætur senda sér matinn upp. Að aflokinni máltíð et’u diskarnir, sem notaðir hafa verið, látnir inn í lyftuna og að síðustu lenda þeir í stóru uppþvottavélinni í eldaskála hússins. Ó- breina þvottinn lætur fólk í þvottarennuna (tváttnedkastet) og fær hann aftur þveginn, strokinn og viðgerðan, ef þess er óskað. Harnanna er gætt í vöggustofunni og brauð- i® nieð morgunkaffinu eða handa gestum bvöldsins kaupir fólkið í brauðbúðinni, sem er við anddyrið. Húshjálp getur fólk melkorka fengið hjá fastráðnu þjónustuliði byggihg- arinnar. Leigan er svipuð og fólk verður að gjalda lyrir samsvarandi íbúð í nýtízku leiguhúsum. Þar að auki er tillag upp á nokkrar þúsundir sænskra króna. Fyrir all- an sambýlisútbúnað er goldið aukreitis. Það verður ekki ódýrt að búa í sænsku sambýlis- húsi, jafnvel þótt kostnaðurinn sé töluvert láegri en í amerísku og ensku fjölskyldu- iiótelunum svonefndu. Waagensen og Rubin lialda því fram að sambýlishúsið sé takmarkað byggingarfyrir- komulag, sem aðeins geti þróazt til fulls, ef í húsinu búi einvörðungu fjölskyldur, sem hafa raunverulega efni á að nota alla mögu- leika þess. Þannig hefur það ekki verið í Sambýlishús d Gullbergshœðinni i Gautaborg 39

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.