Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 26
Miðaldra konan lét sem hann væri hvergi nærri. „Ertu með nokkur föt í stólnum?“ spurði hún. „Nei. Ég hef engin föt með mér.“ Nokkrar nágrannakonur stóðu og horfðu á þau, þegar þau gengu inn. Hún skildi ekki hvers vegna hún var allt- af að liugsa um gamla heimilið sitt og hvers vegna hún gat ekki gleymt Vorblómi. Það var deginum ljósara, að hún mátti þakka sín- um sæla fyrir þau þrjú ár, sem nú voru að hefja göngu sína. Bæði liúsið og maðurinn, sem hafði leigt liana, voru skárri en það, sem liún hafði að baki. Hsiu-ts’ai-inn var án efa vingjarnlegur og góður maður, sem talaði lágt og rólega, og alls óvænt geðjaðist henni að konu hans, sem var vingjarnleg og talaði í sífellu. Hún sagði henni alla söguna um hjónaband sitt og mannsins, frá yndislegu, liamingjuríku brúðkaupinu og þar til nú — þrjátíu ára hjónabandi. Hún hafði fætt hon- um barn fyrir 15 eða 16 árum. Það var son- ur, og að hennar sögusögn fallegur og greindur drengur, en hafði dáið úr bólu áð- ur en hann varð 10 mánaða gamall. Hún hafði ekki eignazt fleiri börn. Svo virtist sem hún hefði æskt þess, að maður hennar fengi sér hjákonu, en það hafði hann ekki gert enn, hvort sem það nú var vegna þess að hann elskaði hana eða af því að hann elskaði hana ekki. Þessi frásögn gerði ungu, falslausu konuna ýmist hrygga eða glaða, dapra eða káta. Að síðustu tæpti eiginkonan á, hvers þau vonuðust af henni, og það kom henni til að roðna. En sú gamla sagði: „Þú hefur þegar eignazt mörg börn og þekkir það allt miklu betur en ég.“ Og svo fór hún. Um kvöldið talaði maðurinn mjög náið um fjölskyldumál, að sumu leyti til að grobba, en að öðru leyti til að geðjast henni. Hún sat við rauða kommóðu, og slíka hafði hún aldrei átt á sínu heimili. Hún var að virða hana fyrir sér undrandi, þegar maður- inn kom inn og settist fyrir framan liana. „Hvað heitir þú?“ spurði hann. Hún svaraði hvorki méð orði eða brosi, en stóð upp og gekk í áttina til rúmsins. Hann kom á eftir og spurði hlæjandi: „Ertu feimin? Verður þér hugsað um manninn þinn? Nú er ég maðurinn þinn.“ Rödd hans var mild. Hann togaði í aðra ermina hennar: „Vertu ekki leið yfir þessu. Ertu líka að hugsa um barnið þitt. En — Hann lauk ekki máli sínu. Hann hló aft- ur og fór að klæða sig úr. Hún heyrði, að eiginkonan var að skamma einhvern. Hún heyrði ekki livern. Það gat verið eldhússtúlkan, og kannski var það hún sjálf. Henni datt í hug, að hún ætti sök á skömmunum. „Komdu nú að hátta,“ kallaði maðurinn, sem korninn var upp í. „Svona lætur hún alltaf. Hún var hrifin af þjóninum okkar, og þess vegna skammar hún alltaf frú Wang, eldhússtúlkuna, af því að honum þótti vænt um hana.“ Dagarnir liðu einn af öðrum. Smátt og smátt varð gamla heimilið þokukenndara í huganum, og smátt og smátt vandist hún nýja umhverfinu. Stundum heyrði hún Vor- blóm gráta, og nokkrum sinnum dreynrdi hana hann. En draumarnir urðu óljósari og óljósari, en skyldui'nar á nýja heimilinu uxu dag frá degi. Hún komst að því, að hús- móðirin var nrjög tortryggin. A yfirborðinu virtist hún vingjarnleg, en afbrýðisemin gerði, að hún njósnaði urn allt háttalag mannsins gagnvart ungu konunni. Ef hann ávarpaði fyrst þá síðarnefndu, þegar hann kom að utan, var hún hrædd um, að hann væri með einhverja gjöf til hennar, og svo kallaði hún á hann inn í herbergi sitt um kvöldið og las honum pistilinn. „Hefurðu látið ref töfra þig?“ „Veiztu hvað þínir gömlu fætur vega?“ Svona skammir mátti oft heyra. Ef unga konan var af tilviljun ein inni, þegar hann bar að, gætti hún þess að sneiða hjá honum. Ef gamla frúin væri viðstödd, var hyggilegt að vera hlédræg, og annars reyndi hún að vera 58 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.