Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 28
e£nisins. Skilur þú þessar tvær setningar? Þær tákna tvo hamingjuríkustu atburði í lífi mannsins. Báðir eru liðnir, að því er mér viðkemur, en nú hefur mér veitzt meiri hamingja en það.“ Þegar hann talaði þannig, fóru allir að hlæja, nema konur hans tvær. Allt þetta olli þeirri gömlu gremju. í fyrstu hafði það glatt hana, að konan var með barni, en þegar hún komst að raun um, að maður hennar hafði dálæti á henni, varð hún reið, af því að hún sjálf átti ekki barn. Eitt skipti í þriðja mánuði næsta árs hafði unga 'konan legið þrjá daga í rúminu vegna ónota og höfuðverkjar. Hsiu-ts’ai-num fannst sjálfsagt, að hún hvíldi sig. En þar með var ekki allt sagt, hann spurði hana í sífellu, hvort hana vanhagaði ekki um eitt- hvað. Við þetta varð eiginkonan hin versta. Hún sagði, að þetta væri tóm uppgerð í ungu konunni, og hún var að tauta þetta alla þrjá dagana og var svo illkvittnisleg sem henni var frekast unnt. — Um leið og liún hafði komið á heimilið, sagði sú gamla, byrjaði hún að reigja sig, hún var með verki í bakinu, þá í höfðinu, og svo tifaði hún um húsið eins og aðeins frilla getur gert það. Hún var viss um, að svona liefði ekki verið dekrað við hana, hefði hún verið kyrr heima. Þar hefði hún sjálfsagt verið látin hafa það eins og tíkurnar — hlaupið hvolpa- full um göturnar í matarleit. En nú, vegna þess að gamli þrjóturinn — þannig nefndi hún eiginmann sinn — var á hennar bandi, þá lét hún sem hún væri heilsutæp. „Sonur!“ sagði hún eitt sinn við frú Wang. „Við höfum allar átt börn. Sjálf hef ég borið barn undir belti í tíu mánuði. A. m. k. er sonur hennar ennþá í neðra. Hver veit nema það verði andstyggilegt kvikindi, sem fæðist. Það er nógur tími að reigja sig fyrir framan mig, þegar litla gerpið er skriðið út, en það er of snemmt að þenja sig á meðan það er ekki annað en kjötköggull." Unga konan hafði ekkert borðað þetta kvöld. Hún lá í rúminu og hlustaði á öll með góðri líftryggingu í ANDVÖKU háðsyrðin, og hún grét hljóðlega. Hsiu-ts’ai- inn sat fáklæddur á rúmstokknum, og liann fór að skjálfa, og svitanum sló út um hann, þegar liann heyrði jiað. Hann langaði til að standa upp og klæða sig og tyfta þá gömlu, draga hana á hárinu, berja hana svo um munaði, fá sér útrás. En það virtist sem hann hefði ekki kraft til þess. Fingur hans skulfu, og handleggirnir féllu máttvana nið- ur með hliðunum. „Vei, ég hef verið henni of góður,“ andvarpaði hann. „í þau þrjátíu ár, sem við höfum verið gift, hef ég aklrei barið hana, ekki einu sinni rispað hana með nögl. Og nú er hún jafn geðvond og fúllynd ekkja.“ Hann færði sig nær ungu konunni og hvíslaði í eyrað á henni: „Gráttu ekki! Láttu hana skammast! Hún er ekki annað en gelt hæna, sem þolir ekki að sjá aðrar unga út eggjum sínum. Ef þú fæðir mér son í þetta sinn, gef ég þér tvo 60 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.