Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 25
MÓÐIR í ÁNAUÐ Eftir Jou Shih í síðasta hetti var sagt frá því að Kínverskur bóndi sá enga leið aðra til að bjarga heimili sínu en að leigja konu sína út til 3 ára, ríkum, barnlausum manni fyrir 100 dollara. Ef konan hafði ekki á þessum tíma fætt honum son var hún skyld að vinna á heimili hans í 5 ár. Fáta'ki bóndinn og kona hans áttu einn son — Vor- blómið — og verður nú konan að yfirgefa hann. Konan leit á hana, eins og hún vildi segja: „Ég vil ekki fara. Lofið mér að vera hér og deyja úr sulti.“ Sú gamla skildi, hvað hún ætlaði að fara að segja. Hún gekk til hennar brosandi og fór að tala um fyrir henni. „Þú ert aðeins venjuleg stúlka. Og hvað getur Gulavömb verið þér? Þarna er fjöl- skylda, sem hefur nóg að borða og meira til, 200 hektara jörð, nóga peninga, eigið hús, vinnufólk og nautgripi. Eiginkonan er mjög góðlynd og kurteis við aðra. Þegar hún sér fólk, býður hún því alltaf mat. Og hvað þeim gamla viðkemur — nú, hann er alls ekki gamall — þá er hann Ijós í andliti og skegglaus. Hann er svolítið hokinn í baki af að lesa mikið, en þegar á allt er litið fer það honum vel. En það er til lítils, að ég sé að segja þér frá öllu þessu. Um leið og þú stíg- ur út úr burðarstólnum, kemst þú að raun um, að ég lýg aldrei, þegar viðskipti eru annars vegar.“ Konan þerrði burt tárin. „Vorblóm,“ sagði hún blíðlega, „hvernig get ég brugðizt honum svona?“ „Hugsaðu ekki um liann,“ sagði gamla konan, lagði höndina á öxl henni, og hún kom með andlitið alveg upp að andlitum hinna tveggja. „Hann er þriggja ára. Gamla fólkið var vant að segja: „Þriggja eða fjög- urra ára, og hann yfirgefur móður sína.“ Melkorka Hann er tilbúinn að fara frá þér. Ef þú vilt leggja að þér að fæða eitt eða tvö börn á meðan þú ert þar, þá er öllu borgið.“ Burðarkarlarnir stóðu við dyrnar og heimtuðu að komast af stað. „Hún er ekki ung brúður,“ hnussaði í þeim, „hvers vegna grætur hún svona mikið?“ Gamla konan tók Vorblóm af henni. „Ég tek hann með mér,“ sagði hún. Barnið grét og streittist á móti, en loks- ins tókst að koma því inn um hliðardyr. Um leið og móðir þess fór upp í burðarstólinn, kallaði hún: „Farið með hann inn. Finnið þið ekki, að það rignir." Maður hennar sat þarna enn og horfði í gaupnir sér. Hvorugt lireyfði sig eða sagði orð. # Það voru tíu mílur milli þorpanna, en þegar burðarmennirnir settu stólinn frá sér í annað sinn, voru þau á ákvörðunarstað. Fíngerðu vorregninu hafði slegið inn um forhengi burðarstólsins, og frakkinn hennar var rennvotur. Kona um hálfsextugt, með stórgert andlit og kænleg augu, bauð hana velkomna. „Þetta hlýtur að vera eiginkonan," hugs- aði hún með sjálfri sér og horfði þegjandi á hana og dauðfeimin. Hin konan leiddi hana vingjarnlega að dyrunum, en hár, grannur maður, nettur í andliti, kom út. Hann horfði spurulum augum á gestinn, brosti og sagði: „Þú ert snemma á ferð, er það ekki? Hafa fötin þín blotnað?” 57

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.