Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 15
firði og enginn spítali, en hann kom nokkru
seinna. Vegna sjúkrahússleysisins í bænum
tók móðir mín oft á heimili sitt sjúklinga
sem voru tíma og tíma undir læknishendi.
Eg átti mjög annríkt bæði utanhúss og inn-
an og mörgum jDurfti að rétta hlýja hjálpar-
hönd.
Varslu eltki seinna við framhaldsndm er-
lendis?
Mér fannst iijótt þegar sjóndeildarhring-
ur minn stækkaði að ég yrði að afla mér
nieiri þekkingar og fá betri yfirsýn í starfi
því sem beið mín fram undan. Ég sótti því
um inntöku í nýja Ríkisspítalann í Kaup-
mannahöfn til fyllra náms. Fór ég héðan í
september 1914 til Noregs og þaðan með
járnbraut til Danmerkur. Fyrri heimsstyrj-
öldin var Jjá nýskollin á og engin skip gengu
til Englands um þetta leyti.
Hvað dvaldist þú lengi í Kaupmanna-
höfn?
Ég kom lieim aftur í október árið eftir.
bessi tími var dásamlegur að rnörgu leyti.
Starf og aftur starf, fáar frístundir, og það
var ekki spurt hvort dagur væri eða nótt, ef
veita Jmrfti hjálp var hún í té látin og eftir
því hef ég allt mitt líf starfað, og mUn gera
meðan kraftar endast. Svo var það ekki fyrr
en 1937 að ég brá mér utan annað sinn til
að sjá nýjungar í starfi mínu. Þá fór ég til
Noregs og Svíþjóðar og Danmerkur og sá
margt sem mér fannst fróðlegt að sjá. Og
enn langar mig að skoða mig betur um í
veröldinni.
Þú átt það áreiðanlega eftir, segi ég, en
(iður en ég kveð þig langar mig að vit.a
hvernig þú hefur með heimilis- og Ijósmóð-
urstörfum. liaft tíma til að sinna ýmsum fé-
lagsstörfum, eins og t. d. bindindismálum
°g vera formaður slysavarnardeildarinnar i
Hafnarfirði í mörg ár?
Það er rétt að ég hef tekið þátt í félags-
málum og einkum þeim, sem mér hefur
fundizt mannbetrandi og um leið Jiroskað
sjálfa mig. Ég er viss um að konur almennt
hefðu gott af að gefa sig meir að félagsmál-
Melkorka
um, á þann hátt kemst maður í tengsl við
lífið sjálft. Nú er svarið venjulega ef minnzt
er á Jress háttar: Ég má ekki vera að því. En
mörg kona eyðir tíma frá heimilum í annað
sem gefur lífinu ekkert gildi og er innan-
tóm og snauð eftir. Þess vegna vil ég segja
þetta: Konur, gefið ykkur tíma til að sinna
eitthvað félagsmálum, það margborgar sig.
Og bærinn þinn Hafnarfjörður, hefur þér
ekki þótt ánœgjulegt að sjá liann vaxa og
dafna og verða að fallegum menningarbæ
eins og hann er nú orðinn?
Jú, vissulega er Hafnarfjörður annar bær
en J^egar ég kom hér. Meiri þægindi og vel-
megun hjá öllum almenningi. En það sem
mér ]:>ykir einna mest vert um er að nú er
verið að byggja fæðingadeild þar sem konur
framtíðarinnar eiga að fæða börn sín. Ég
býst við að vera Jaá horfin af sjónarsviðinu
en J^að var óskadraumur minn að eiga eftir
að starfa við slík skilyrði. En ég er ánægð og
laun mín að fullu greidd ef börn framtíðar-
innar fá að lifa í Jsessu landi frjáls að leik
og starfi í frjálsu landi.
47