Melkorka - 01.03.1955, Síða 20

Melkorka - 01.03.1955, Síða 20
inni“.kynnuinst við' líka einni af fegurstu kvenhetjum Nexös, telpunni Maríu, sem annast bræður sína tvo og einnig lengi vel Pelle af móðurlegri nærgætni og umhyggju- semi. Sökum ástar sinnar á honurn og þess skilnings, er hún öðlast af vináttunni við iiann, tekst henni að standa upprétt og kom- ast sálarlega flekklaus gegnum allar þreng- ingar. En litli barnslíkaminn hennar þolir ekki þetta óeðlilega strit, og hún hlýtur að deyja þegar hún fæðir Pelle son. Seint fyrnist lofsöngur Nexös um þessa ungu konu, Maríu, „þetta barn úr engu, sem var að öllu leyti verk sjálfs sín.“ í öðru stórverki Nexös, skáldsögunni unt Dittu mannsbarn, sjáum við einnig hvernig Ditta verður frá því hún er 8—9 ára gömul að ganga í skó fullorðinna og taka á herðar sér bæði starf og ábyrgð full- orðinnar konu. Og hún er ekki af barns aldri, jiegar hún er farin að bera barn sjálfrar sín á handleggnum. En þrátt fyrir fátækt og þreng- ingar er hún rík og sterk og vill heldur brjót- ast áfram ein en ganga að eiga þann mann, sem hún fyrirlítur. I Dittu hefur Nexö sýnt okkur í einu barni hörmuleg örlög allra undirokaðra öreiga- kvenna. Takmarkalaus gæzka þeirra streymir á móti okkur frá hlýju hjarta Dittu. Nexö veit og sýnir okkur fram á, að það eru ein- ungis illar samfélagsaðstæður, sem sök eiga á þekkingarleysi verkakvennanna og því, hve lítt þær láta til sín taka í þjóðfélagsmálum. Þar sem konan liefur reynslu að baki sér, sem sé innan heimilisveggja og við uppeldi barn- anna, þar bregzt ekki framtak hennar og fórnfýsi. Þegar hún fær aðeins leyfi til að vera manneskja, munu gáfur hennar og ríkt lijarta senda geisla sína yfir jörðina og gera samfélag mannanna Jilýrra og nýtara en áður. Nexö hefur opnað augu mín og milljóna annarra fyrir hinum miklu hæfileikum al- þýðukonunnar. í stóru sem smáu er byrðin lögð á hana, ævinlega og einkum og sérílagi á hana. Kröftum hennar er sóað þar til hún rís ekki lengur undir byrðinni — og öllum finnst, að svona verði það að vera, það sé yo gangur náttúrunnar. En Nexö var ekki á því. Hann safnaði í skáldskap sinn þeirri að- dáun og þeim skilning á henni, sem reynsl- an hafði fært honum, og kvað lienni svo mik- ið lof í Dittu mannsbarni að enginn gæti verðskuldað það nema alþýðukonan. Og enda þótt rétt sé það sem stendur í ævisögum um Nexö, að honum liafi af frábærum sál- fræðilegum næmleik tekizt að draga fram í Dittu allt það sem sérstaklega var kvenlegt, þá er óblandið gleðiefni að finna að hann hefur jafnframt og öllu fremur viljað sjá hana og lýsa henni sem manneskju, hinni heilbrigðu og upprunalegu manneskju, sem hann trúði svo sterkt á að eymd þeirra og niðurlæging gat aldrei glapið hann frá þeirri trú. Hann veit hvaðan hin nýja, bjarta fram- tíð mun koma; frá alþýðukonunni, hinni starfandi, örlátu, hugsandi konu, sem hefur bara ekki enn lært að beina huga sínum út og fram á við. Frá henni, sem er full gæzku, en veit jafnframt ekki enn til livers liún á að nota liana, og verður þess vegna oft fóta- skortur. Það er hún, sem Nexö lýsir svo hlýlega bæði í smásögum sínum og skáldsögum. Og hann vottar henni ekki aðeins ást sína, lield- ur hefur lionum einnig tekizt að fá lesand- ann til að skilja hana og elska á sama hátt og liann. Þegar maður fylgist með honum og Onnu Maríu í De tomrne pladsers passagerer, þá sér maður ekki framar hrjáð og hrukkótt andlit hennar og krepptar hendur, heldur sér maður gegnum það inn í stóra, fórnfúsa sál — og hún verður falleg. Martin Andersen Nexö skrifaði bækur sínar í auðvaldsþjóðfélagi, og konurnar, sem hann lýsir, hljóta auðvitað að bera þess rnerki. Hann reyndi aldrei að fegra konuna fyrir sér; þess þurfti ekki. Hann lýsti lrenni skýrt og afdráttarlaust, jafnt því sem slæmt var og hinu sem gott var í fari liennar, féll ekki í þá freistni að umskapa hana eftir draumum sínum. Hann sá hana þannig, hún var þannig. Hann skildi, að við þær aðstæð- ur sem hún átti að búa, gat hún ekki verið MELKORK \

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.