Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 14
Gefið þeim frí, látið þau vera úti, synila, hlaupa,
ganga, elta sauðkind, reka kýr, gefa hænsnum, vera í
fótboltaleik, en múrið þau ekki inni svo þau missi alla
fróðleiksfýsn og vinnugleði. Einhvers staðar heyrði ég
þau ættu að fá að spretta eins og blóm.
Veðrið
Orðatiltæki gömlu mannanna verðum við, áður en
langt um líður, að finna í orðabók. Þeir höfðu óteljandi
nöfn yfir veðrið og þreyttust aldrei á að nota þau. Þeg-
ar þeir gáðu til veðurs eða gættu að hvernig lot lægju,
fuku af vörum þeirra kjarnyrðin um tilgönguveður,
gnúpagarralægju, gúalda við hafsbrún, að hann sé far-
inn að korga, orðinn korgaður, að hann sé garralegur
eða gerrinn, að hann bliki, að hann sé kollheiður, að
heiðrifur séu, heiðmyrkur, að Maria sé að breiða ullina
sína, um hornriða, fjallsperring og þræsing; nú er hann
farinn að þræsa í öfugan klósigann.
Þegar við hcyrum hina andlægu skýrslu veðurstof-
unnar skiljum við að veðrið er hætt að vcra sú persóna
sem lifir sjálfstæðu lífi í landinu, heldur er það orðið
vísindalegt kerfi. Það væri líka eitthvað skrítið ef veð-
urstofan tæki uppá því að segja frá kvöldroðanum eða
tæki sér í munn orðatiltæki eins og við höfum eftir
eldra fólkinu: hann er þó ekki að þota sig í skúr. Hinar
stuttorðu skýrslur veðurstofunnar eru líkastar frásögn-
um annálanna — og eiga líka að vera það — óöld í
heiðni. Kómeta sén.
Hvergi er þó eins mikið talað um veður og á íslandi.
Við erum Iiáðari veðri en aðrar þjóðir.
Víst er fallegt í sólskini, þegar sveitin speglast í vatn-
inu og vatnið í loftinu. Fjöllin verða blá og í fjarska.
Þá gegnir öðru máli í regni. Það er líkast því sem mað-
tir skynji allt öðruvísi í regni. Afosi og lautir koma nær,
allar misfellur sjást í hæðum og heiðum þegar regnið
læðist yfir. Allt er heiinalegra í regni. Og það höfum
við nálægt okkur þegar himinninn sjálfur dembist ofan
á jörð.
Regnmúrinn lykst um byggðina. Það er líkast stór-
fenglegti skoðunarspili þegar tjaldið fer upp, öræfin,
Fjalla-eyviiidur, tröll, skrímsli, gangl.
Tjaldið fellur um fjallatinda, ekki eins og sviðsmcist-
ari hafi gleymt að draga fyrir nema til hálfs, heklur
skríður þetta tjald í hnoðrum og dulargerfi yfir hin
óræðu fjöll, þokan, kóngsdóttirin í álögum, hin bölv-
aða er þar ein á t'erð.
Myndir fyrir börn
Kemur þá til Teits og Siggu, þar sem eru sígildar
sögur. Það eru ritverk meistaranna fyrir börn og ungl-
inga. Sígildar sögur teiknaðar, má ég kalla þann hátt
sem hafður er á seríustíl. Þarna eru beztu sögur heims,
Odysseifskviða, Hamlet, Vilhjálmur Tell. Moby Dick,
Stikilsberja Finnur, Illionskviða (sem reyndar hefur
misritazt á titilblaði og heitir þar Illionskviður). Ro-
binson Crusoe o. fl. Allar þessar sögur eru teiknaðar i
amerískum hrollvekjustíl. Einhvers staðar las ég nafn
teiknarans Maurice Del Bourgo. Eg fletti einti blaði:
galopin atigti, glennt hönd, brugðin sverð. sprenging,
óttaslegin andlit, menn á leyniráðstefnu, hræðileg ánd-
lit sem fylgja manni í draumi. Menn að slá aðra í rot
eða stinga með spjóti. Blóðrauðar hendur. Stúlkttr með
kvikmyndadísasniði, krepptir hnúar, andlit i ægilegti
ljósi, satt að segja virðast Jressar beztu sögur heims
gantalega hræðilegar. Skip á ósjó, dýr að kremja menn,
menn að stúta náunganum, dauðir hestar, menn nteð
svitann bogandi, amllit í dauðateygjum. Ekki finnst
þeim sein með liti sýsla litirnir vera til fyrirmyndar f
þessttm amerísktt barnabókum. Þeir ertt eins ólistrænir
og mtigulegt er.
Skyldu ekki sígildar sögur vera lesnar eiinia mest
allra unglingabóka? Þær eru ákaflega aðgengilegar. fást
í hverri bókabúð, sjoppu eða matvörubúð.
(Með leyfi, hverjir eru Jrað sem alltaf erti að fetta
fingur útí nútfma abstrakt málaralist, liamast gegn
frelsi í listum, hvar er þeirra rödd Jregar keinur til
Teits og Siggu, sígildra sagna og allra annarra seríu-
mynda? — Frelsi í ólistrænu er látið óátalið.)
Getum við ekki fengið börnum eitthvað betra í liend-
ur en þessar myndabækur? Það er vfst svo dýrt að láta
listamennina sjá unt bækurnar sem börnunum eru
ætlaðar. Það er billegt að spilla smekk heillar kynslóð-
ar. Ef ég má benda á nokkuð sem við getuin farið eftir
í þessum efnum vil ég benda á myndirnai í „Manni og
konu"; myndirnar eru eftir Gunnlaug Scheving.
Nú munu margir malda í móinn og segja að ekki séu
íslendingasögur skárri, Jtai sé nóg um barclagana og
liafi ekki íslendingar verið aldir upp við sagnalestur?
En þar sein hér cr bara rætt um myndirnar eins og Jra'r
eru til okkar komnar og við vitum að menningin byrj-
aði ekki í Austurstræti, þætti mér gaman að geta sagt
að myndlistin á Islandi að fornu hafi verið á |rví stigi
sem raun ber vitni, af Jrví að Jrá voru engar sígildar
sögur að læra af. Það er neikvætt þegar þarf að byrja að
keiina börnum að svona eigi myndir ekki að vera. lin
svona álfta börn myndir eigi að vera.
Og ég held áfram: sprenging, rauður loginn brann,
menn á flótta, hús að hrynja, eldingar, maður með æð-
isgengnu augnaráði, Marsbúi, augu í myrkri, maurar,
koss. Endir.
Gerizt dskriíendur
að
MELKORKU
46
MELKORKA