Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 25
hlaut að vera þakklát þeira konum, sem lagt höfðu
þann skerf til islenzkrar menningar, sem þar gat að
líta. Sumar höfð'u ekki liaft á öðru ráð en strjálum
eða stopulum tómstundum en aðrar höfðu lagt á þyrn-
Uln stráða braut listamannsins. En allar liöfðtt þær
sannað, þó siLt með hverju móti væri, að menning ís-
lands væri minni ef hendur og heilar kvénna kæmu þai
ckki við sögu.
Valborg Bentsdóttir
Athugasemd. Ekki verður manni alltaf að ósk sinni.
Helzt hefði ég kosið að minnast ekki einu orði á þessa
sýningu í grein minni um KRFÍ og ætlaði því að láta tvö
°rð nægja. Nú eru skrif um hana orðin á heila síðu!
Þegar svo lílill salur sem bogasalur Þjóðminjasafnsins
ei' til umráða og þar á að hafa saman bókasýningu og
santsýningu á listaverkum kvenna, þá verður maður að
Vera strangur um úrval þess sem sýnt er og hér var af
"'iklu að taka. Hve það tókst báglega var höfuðgalli sýn-
úigarinnar og setti sinn óhjákvæmilega svip á hana. Þessi
staðreynd snertir ekki fyrirkonutlag og niðurröðun. Ég
efa ekki, að sýningarnefndin hafi haft mikið ómak í sam
bandi við sýninguna, en það er ekki mælikvarði á hvern-
'g tókst. Mér skilst á V. 15., að lnin ætlist til, að við konur
ÚUitn þessa sýningu öðrum og mildari augum af því að
konur stóðu að henni, en það er í litlu samræmi við kjör-
°rð K.R.F.Í.: sami réttur, sömu skyldur. — N. Ó.
Utan úr heimi
í janúar samþykkti stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóð-
anna (Second Political Committee) að víta kynþátta-
ofsóknir stjórnarinnar í Suður-Afríku. Nefndin álítur,
að framkoma stjórnarinnar í þesstt efni brjóti í bágd
við stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna.
#
Frönsk kvennasamtök hafa sent frönsku stjórninni
mótmæli vegna embættisveitingar nazistaforingjans
Speidels, en hann hefur verið skipaður yfirforingi herja
Atlantshafsbandalagsins í Suður-Evrópu. í bréfinu til
stjórnarinnar segir m. a.:
„Þessi embættisskipun er móðgun við minningu
föðurlandsvina, sem samkvæmt skipun lrans (Speidels)
voru líflátnir, eða sendir í opinn dauðann x fanga-
búðir á styrjaldarárunum . . . Her okkar mun ckki
geta fallizt á þetta ... Margir ungir hermenn, seni
verða undir stjórn hans, eru synir manna úr mótspyrnu-
hreyfingunni, sem voru drepnir samkvæmt fyrirmælum
Speidels ...“
Bréfið hvetur frönsku stjórnina til að mótmæla þess-
ari embættisveitingu.
Hafið þér athugað:
1. að það er tiltölulega mjög ódýrt að ferðast með strandferða-
skipum vorum í kringum land, en fátt veitir betri kynni af
landi og þjóð.
☆
2. að siglingaleið m.s. ,,Heklu“ að sumrinu til Færeyja, Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur er mjög skemmtileg og fargjöldin
hófleg.
Skipaútgerð ríkisins
Melkorka
57