Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 22
Faðir minn svaraði ekki,
honum var örðugt um andardrátt.
Nú hélt hann þéttar um hönd mína
að ég hrasaði ekki í dimmunni.
Loks svaraði hann:
Barnið mitt, það sem bíður okkar,
er flóttinn út í óvissuna
undan eyðileggingunni,
sem mennirnir hafa áskapað okkur,
voldugir menn, ekki guðir,
því við erum arftakar þeirra örlaga,
er biðu fólksins í Nagasaki og Hiroshima.
Og nú að loknum páskum, með stærsta
blað landsins í höndum, flaðrandi upp um
erlendan hershöfðingja, sem mælir sléttum
munni spekúlationina með íslenzkt land og
fólk — er mér langpíndum lesanda þessa
„stærsta blaðs“, eins og ferskt loft eftir
pest að lesa þessi viðvörunarorð skáldsins
frá Munaðarnesi. Kvæðið lieitir Eldur:
Hví hleður þú
að liúsi mínu
bálköst og leggur
logandi sprek
að grænu þili
úr gömlum viði?
Og hús mitt brennur,
heimili, lffsstarf.
Hús föður míns
og móður minnar,
hús ættfólks míns
og minnar þjóðar.
En þú stendur kyrr,
með gullskúfa
á báðum öxlum
og gyllta hnappa
úr dýrum málmi,
f ísgrárri treyju,
og þú glottir,
— köldu nístandi glotti
undir gylltum hjálmi.
Kímnin er aðeins aukatónn í þessari bók,
en hin fáu dæmi hennar sýna hve skopið er
Sigríði náið, sbr. kvæðin JJngar stúlkur og
Þá var brú yfir lækinn.
Það leynir sér ekki að þá yrkir Sigríður
bezt, er ljóðið er óbundið af rími; þá nær
hún svo staklega góðu samræmi í efni, orða-
vali og formi, að mér finnst ljóð liennar
með þeim beztu sem nú birtast.
Lesendum Melkorku er Sigríður kunn af
einu og einu kvæði, sem birzt hefur eftir
hana í þessu riti. Nú gefst tækifæri til að
kynnast nánar hinum góða skáldskap henn-
ar með því að kaupa bókina. Það svíkur
engan, hvort sem liann hallast að hefð-
bundnu eða óbundnu formi ljóða.
Milli lækjar og ár er gefin út á forlagi
Heimskringlu, mjög smekklega. Káputeikn-
ingu hefur frú Anna Guðmundsdóttir gert,
einnig mjög smekklega.
N. Ó.
Stefán Jónsson:
Hanna Dóra
ísafoldaiprentsmiðja h.f. 1956.
í fyrra í jólaösinni vann ég í bókabúð og
meðal alls þess grúa, sem ég afgreiddi eru
mér minnisstæðir tveir ungir rnenn, auð-
sjáanlega bræður. Þeir komu til að kaupa
bækur eins og aðrir, en ekki til að gefa í
jólagjöf, heldur handa sjálfum sér. Ég tók
fram bókina Hlustað á vindinn eftir Stefán
Jónsson, þá nýkomna, og tók að hrósa henni
í kaupmannstón. Þá greip annar ungi mað-
urinn frammí og sagði: „Þú þarft ekki að
segja okkur neitt um Stefán Jónsson, við
vitum áreiðanlega meira um hann en þú og
eigum allar hans bækur.“ Síðan keyptu þeir
bókina, sitt eintakið hvor til að eiga.
Þannig er það, ég ætla ekki að segja ykk-
ur neitt um Stefán Jónsson, því ég veit hve
vel þið jrekkið hann en samt leyfi ég mér
að minna á, að hann hefur skrifað enn eina
bók handa okkur. Það er sagan um Hönnu
Dóru eða Klingenbergfólkið eða lieimilis-
fólkið á Staðarhöfða. Bækur Stefáns eru svo
margt í senn. Undir gamansömu yfirborði
er lifandi kvika, ótal fínir strengir, sem
titra. Það er ef til vill ástæðan fyrir því að
sagt er um Stefán að bækur hans séu barna-
54
MELKORKA