Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 15
ARNFRÍÐUR J ÓNATAN S1)Ó T T I R:
ÞÚ VITJAR MÍN EKKI
í DEGINUM
Þú vitjar min ekki i deginum
honutn sem gleymist að afla litar —
en þessi nótt drúpir af þungum lit.
Hamrabýlin háu —
einstig þrœðir nú skuggi mins ónumda Ijóðs,
fer hann óðfluga
ef vera kynni að herrann bœri ei svo hratt undc
fer hann snuðrandi reyksporum.
Hlusta —
pessi nótt hcfur vaiið sér einfaldan sötig. '
Dvel —
þó skuggi fari um einstigi
fari reyksporum
vertu hér —
við stöndum á rótinni
höfum beðið eftir þér og honum — sem
stiginn upp af bárum —
réttir þér hönd — að þú fylgir sér.
Vertu hér —
ég sltal flétta úr sprotum —
úr þessum blaðlausu sprotum
sltal ég flétta liljúdansinn
— ef þú dvelur.
H A U S T
Risa dagar úr örmum
ástlausra nátta.
Drekkur dökkvinn
ilmdreyrann punga.
Vefja vindar ið efra
votri nekt um sprota.
Flytur lööurbára
fjarlœgöar fölan
sóldansinn syöri heima
sandfangi gljúþu.
Ný yiirsýn.
Hann var flngstjóri og hún var unga konan hans.
I>au voru í briiðkaupsferð. Lengi svifu þau í háloft-
Uniim og svo flugu þati yfir Alpafjöllin. l>á opnaði
unga frúin töskuna sína og ætlaði að púðra sig en
■uissti spegilinn niður. Ósjálfrátt heygði hún sig niður
lil að leita að honum. Nei sjáðu elskan mín, hrópaði
hún fagnandi, sko þarna fyrir neðan okkur, ég sé hann
svo greinilega spegilinn sem ég missti . . Flugmaður-
Uni leit niður. Svo sagði hann hægt: nei nú skjátlast
þér góða mín, þetta er Genfervatnið.
f orvitni.
Maður nokkur sat við gluggann og horfði út á göt-
una. Allt f einu kallar hann til konu sinnar: Þarna fer
þessi kona sem hann Jónas er svo óskaplega hrifinn af.
Kona hans, sem var að Jrvo upp í eldhúsinu missti
niður postulínsbolla, hljóp út að glugganum og setti
um leið niður gullfiskaskálina. Hvar, hvar er hún,
hrópaði konan.
Þarna sagði maðurinn, konan í regnkápunni.
Asni, [retta er konan hans.
Já, auðvitað, sagði hann rólega.
#
Árni kemur á skrifstofuna einn morgun allur vafinn í
umbúðir og plástra, og kom klukkan níu í stað átta, eins
og honum bar.
— Af hverju spyr forstjórinn.
— Ég datt út um glugga. Á þriðjti hæð . . .
— Ekki hefurðu verið klukkutíma að því, sagði hinn
miskunnarlausi forstjóri.
MELKORKA
47