Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 5
„Sem fyrst. Ég byrjaði of seint, ekki fyrr en aðeins 2 mánuðir voru eftir meðgönaiu- timans. Ég bjóst Javí ekki við miklum ár- angri, en fannst að ekkert gerði til þó að ég t'eyndi þetta. Sannarlega varð ég ekki fyrir vonbrigðum, Jrví, eins og áður segir, gekk fæðingin mjög vei, hún gekk ekki nærri ntér og var mér ekki sársaukafyilri en Jaað, að ég afþakkaði svæfingu, mér fannst engin þörf á henni. í hvert sinn, sem ég ætlaði að verða stíf, tókst mér að slaka á, og Jaað gerði gæfumuninn. í lokahrinunni verður maður undir venjulegum kringumstæðum afar Jrreyttur, en nú slappaði ég af milli liríð- anna og það var á við svefn. Rétt undir lok- m gerir maður öndunaræfingar, sem gera afar mikið gagn.“ „Hvað taka pessar œjingar langan tima hverju sinni?“ Ég fór 1 klukkutíma tvisvar í viku til frú Huldu. Auk Jress æfði ég mig heiina, en það var sjálfsagt ekki nóg, Jregar maður vinnur nti 8 mánuði af Jressum 9, þá verður minni thni til hlutanna. Hins vegar hafa þessar afsiöppunaræfingar á meðan á meðgöngu- tímanum stendur mjög góð áhrif á mann, næst betri hvíld á stuttum tíma, þær hjálpa niann i á margvíslegan hátt. Auk Joess kenndi bú Hulda okkur ýmsar æfingar til að stunda el'tir fæðinguna, svo að maður jafni sig fljótar og betur. Hún skýrði líka ræki- lega fyrir okkur allt sem viðkemur þessu ástandi manns og er Jaað áreiðanlega mjög gagnlegt, einkum fyrir þær, sem eiga barn í fyrsta sinni. Dregur m. a. úr hræðslunni við fæðinguna. Óttinn er versti tálminn í sjálfri fæðingunni. „Að lokum, flýtir þessi undirbuningur fæðingunni?“ „Veit Jrað ekki, en sársaukinn er miklu tninni, og það finnst mér aðalatriðið." „Hún Hulda er alveg sérstakur persónu- leiki, hún hefur svo róandi álirif á mann,“ sagði frú Jólianna Friðriksdóttir, Hávegi 11, Kópavogi, þegar ég spurði hana um reynslu hennar af afslöppunaræfingum. „Við ræddum um þessa nýju aðferð í saurna- klúbbnum og allar voru ákveðnar að reyna hana, nema ég og önnur til, við héldurn nú, að ])að væri ekki svo mikið á sig lagt, að fæða börn án einhverra æfinga eins og liing- að til!! En svo atvikaðist J^að, að ég fór að hætta að geta sofið, svaf stundum ekki heilu næturnar. Þá taldi vinkona mín mig á að reyna afslöppunaræfingarnar (og át ég þar með allt ofan í mig). Svefnleysið lagaðist líka fljótlega. Ég var þrjá mánuði í æfingum, einu sinni á viku, og í Jætta skipti fann ég lang minnst til, var mitt 3. barn, Jdó gekk fæðingin ekki eðliiega, sóttin datt niður, en ]:>að var ekki æfingunum að kenna. Ég er ekki róleg að eðlisfari, en einsetti mér að láta Huldu stjórna mér, J)ó hún væri ekki nálæg mér (hún sat ekki yfir mér) og mér tókst að yfirvinna hræðsluna. Það varð að svæfa mig, af því að fæðingin var ekki eðli- leg; og jafnvel í gegnurn svefninn mundi ég að öndunaræfingarnar yrði ég að gera. Ég liafði líka lært að styrkja magavöðvana á alls konar sprikli, sem ég hefði ekki trúað, að ófrísk kona mætti gera, en J^etta var allt að miklu gagni í fæðingunni. Það er sem sé verið að kenna manni að vinna með fæðing- unni en ekki á móti henni, eins og maður gerir, þegar maður er stífur eins og spíta af skelk. „Hvað segið þér um æfingarnar, voruð þér fljótar að komast upþ a lag með að slaþpa af?“ „Eins og ég sagði, var ég einu sinni í viku, á sunnudögum, ég vann dálítið úti og hafði Mklkorka 37

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.