Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 7
°g maður sé nývaknaður að morgni. Það
segir sig sjálft, að störfin verða manni létt-
ari. Enda finnst mér ég hafa minna fyrir
lífinu með þessi tvö börn, og hef ég þó enga
aðstoð, en ég hafði fyrst eftir að ég átti
fyrra barnið og hafði þá aðstoð, þar sem var
tnóðir mín.“
„Hvað um maiseðilinn, er hann eftir
ákveðnum reglumY‘
„Maður á að borða hollan mat, grænmeti
og léttan kost, ekki þunga fæðu, rúgbrauð
en ekki franskbrauð o. s. frv., svo að barnið
verði ekki stórt, og maður sjálfur ekki of
feitur. Lítið barn og heilbrigt er æskilegast.
Reykingar á maður ekki að stunda með
f>arn á brjósti, ég fyrir mitt leyti kann held-
ur ekki við það og geri það ekki undir þeim
kringumstæðum. Annars reyki ég eins og
Itver annar. Víns á maður náttúrlega ekki
að neyta.“
,,Hvað finnst yður um að vera á svona
uámskeiði i hópi kvenna, sem likt er dstatt
um?“
„Umgengnin við liinar konurnar er gagn-
leg. Hið andlega ástand verður annað. Ég
íteyrði fljótt af spurningum, sem þær báru
upp, að mitt ástand var ekki verst, aðrar
attu erfiðara. Annars lield ég, að tvær hliðar
séu á svona hópfundum. Spurningar eru
kannski bornar upp, sem maður sjálfur
I'afði ekki uppburði að gera og þá fær mað-
Ur að sjálfsögðu svarið við þeim. En svo er
aftur hitt, að maður liefur e. t. v. viðbótar-
spurningar, sem manni finnst of persónu-
*egar til að koma með í annarra áheyrn.
Nú þá er að hvísla þeim að ljósmóðurinni,
eftir á.“
„Flytfa lœknar fyrirlestra á þessum nám-
skeiðum?“
„Jónas Bjarnason læknir flytui fyrirlestur
a námskeiðunum og er eiginmönnum boðið
þangað sérstaklega og upplýsingar gefnar
þeim. Þetta er líka spurningatími, sem faðir
°g móðir geta notfært sér. Annars gengur
sumum konum erfiðlega að fá eiginmennina
á þennan fund.“
Melkorka
Hvað segir fæðingalæknirinn?
Sem snöggvast náði ég tali af Pétri H. J.
Jakobssyni yfirlækni á fæðingadeild Lands-
spítalans og spurði bann hvað hann segði
nm Jiessar afslöppunaræfingar. Hann svar-
aði eitthvað á þessa leið: Vandinn er ekki
leystur með Jieim, en öll fræðsla í sambandi
við það sent á að ske, er mjög jákvæð. Einn-
ig að notist sú hvíld, sem gefur milli hríð-
anna, þegar að fæðingu er komið. Og þá ber
að líta á Jiað, að nú orðið höfum við ýmis
deyfilyf („pethidine”, „trilene"), sem slá á
sársaukann, án þess að hafa áhrif á fæðing-
una eða skaða konuna eða barnið en konan
er vakandi eftir sem áður og fær um að
lilýða því sem henni er sagt að gera.
Þess skal getið að lokum, að Jiessar æfing-
ar, sem nú hefur verið fjallað nokkuð um,
eru sagðar góðar og gagnlegar hverjum sem
er, körlum jalnt og konum, ungum sem
gömlum, [x') að engin barnsfæðing sé fram-
undan, aðeins til að ná góðri hvíld á stutt-
um tíma og til hressingar.
39