Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 18
Skugginn af vetnissprengjunni Eftir Nönnu Ólafsdóttur Kjarnorkuvísindamenn liafa skyndilega tekið að blanda sér nokkuð almennt í stór- pólitísk efni, sent frá sér ávörp og áskoranir á almúga í löndunum að lúndra frekari til- raunir með kjarnorku- og vetnissprengjur, vegna Jiættunnar af geislaverkunum á allt líf á jörðinni. (Að þessum tilraunaspreng- ingum standa þrjú stórveldi, Bandaríkin, Ráðstjórnarríkin og Stóra Bretland.) Prófessor Joliot-Curie, fremsti atómvís- indamaður Frakklands og núverandi forseti alþjóðasambands vísindamanna, neitaði á sínum tíma að vinna að tilbúningi kjarn- orkusprengjunnar og hefur aldrei linnt bar- áttu sinni gegn þeirri óheillaþróun, .sem tilkoma liennar orsakaði. Próf. Joliot-Curie hefur hlotið Nóbelsverðlaun fyrir afrek sín í eðlis- og efnafræði og heldur því fram, að áframhaldandi tilraunir með kjarnorku- og vetnissprengjur geri jörð og vatn svo geisla- virk að jarðarbúum aukist af þeim sökum einum krabbamein og hvítblæði, einkum uppvaxandi kynslóðum. í borgaralegunr blöðum er þessa manns lítið sem ckki getið, hann er á svörtum lista vegna baráttu sinn- ar. Öðru máli gegnir um Albert Sclweitzer, sem flestir íslendingar hafa heyrt getið, margir liafa jafnvel styrkt starfsemi hans með fjárframlögum. Hann liefur verið blaðamatur um langan tíma. Hann lét norska útvarpið birta langt ávarp frá sér (í Noregi tók hann á móti friðarverðlaunum Nóbels) og var útdráttur lesinn í útvarpið Jiér. Hann segir, að vísindin liafi þegar sannað óyggjandi hættuleg áhrif geislunar af tilraunasprengingunum, og því lengur sem þær halda áfram því meiri voði fylgi. Auk liinna hryllilegu sjúkdóma koma á- hrifin á eftirkomendurna í andvana fædd- um börnum og vansköpuðum. Dr. Schweitz- er segir Jrá opinbera aðila, sem telji enga hættu á ferðum, ganga fram hjá Jæim kjarna máisins sem að olan getur. Daginn sem ávarp dr. Schweitzers var lesið í norska útvarpið, áttu fréttamenn tal við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Foster Dulles, og Jrar talaði stjórnmálamað- urinn allmjög í öðrum tóni en vísindamað- urinn. John F. Dulles sagði m. a.: Eins og vísindaþekkingu er nú háttað telur Banda- ríkjastjórn einsýnt að taka beri meira tillit til hættunnar á að Sovétríkin nái yfirburð- um í kjarnorkuvopnum en hættunnar, sem lieilsu manna stafar af tilraunasprenging- um. Eg tel ekki, að heilsu mannkynsins sé nein veruleg hætta búin af þeim tilraunum með vetnissprengjur, sem nú er í ráði að gera. Bandaríkjastjórn mun hér eftir sem liingað til liafna tillögum Sovétríkjanna um að tilraunum með kjarnorkuvopn verði liætt. Um þá tillögu Sovétríkjanna, að til- raunum með kjarnorkuvopn verði frestað fyrst um sinn meðan stórveldin eru að koma sér saman um samning sern banni þær fyrir fullt og allt, svaraði J. F. Didles, að af- staða Bandaríkjastjórnar væri sú, að hún gæti ekki látið af tilraunum með kjarnorku- vopn nema áður hefði náðst samkomulag um allsherjar afvopnun. Þar með standa fullyrðingar stjórnmálamannsins í fullkom- inni andstöðu við álit vísindamannanna. J. F. Dulles er ekki eini stjórnmálamaðurinn, sem svo talar, en Irann er einn atkvæðamesti stjórnmálamaður heimsins og Jdví er liann nefndur liér sem dæmi. Alvara málsins hlýtur að vera niikil, þeg- 50 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.