Melkorka - 01.06.1957, Blaðsíða 3
MELKORKA
TÍMARIT KVENNA
Ritstjúrn:
Nanna Ólafsdóttir, Reykjalilið 12, Rcykjavik, simi 3156 Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstrœti 27, Reykjavik, simi 5199
Útgefandi: Mál og menning
ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR:
Sögulegur áfangi
Sömu laun fyrir sömu vinnu
Nýlega náðist merkur áfangi i peirri bar-
áttu, sem verkalýðssamtökin og kvennasam-
tökin hafa náð fyrir þessu einfalda mann-
i'éttindamáli. Alþingi hefur heimilað ríkis-
stjórninni að fullgilda jafnlaunasamþykkt
alþjóðavinnumálastofnunarinnar og þar
með er ríkisstjórnin skuldbundin til að
vinna að þvi að koma á fullu launajafnrétti.
Af þessu tilefni óska islenzkar konur hver
annarri til liamingju, þegar þœr mœtast á
förnum vegi þessa dagana.
Með þessari samþykkt er mikill sigur
unninn, sigur, sem sizt af öllu má vanmeta,
þó að lokamarkinu sé enn ekki náð.
Baráttan fyrir launajafnrétti er orðin
löng \og liörð og smám saman hefur þokazt i
rétta átt. Verkalýðsfélögunum hefur orðið
mikið ágengt, en ofmœlt mundi vera, að
þau hafi notið stuðnings ríkisvaldsins i
þeirri baráttu hingað til, þó að nokkrar
kvenréttindakonur hafi getað fengið því
framgengt við þingmenn fyrir meira en tiu
árum, að launajafnrétti skyldi rikja hjá op-
inberum stofnunum.
Þeir svartsýnu munu sennilega benda á
þá staðreynd, að konur í þjónustu hins op-
inbera hafi yfirleitt lægri laun en karlar,
þegar um almenn skrifstofustörf sé að ræða,
þrátt fyrir hið lagalega jafnrétti, og þannig
megi alltaf sniðganga lagaákvæði og sam-
þykktir. Hér er því til að svara, að þvi að-
eins er hægt að sniðganga lög og reglur, að
þeir sem órétti eru beittir þoli slikt, án þess
að bindast samtökum \og krefjast þess að
réttum lögum sé fylgt.
Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til
að vinna að því að koma á launajafnrétti.
Til þess að svo megi verða, þarf að endur-
skoða alla launasamninga, þar sem svo er
ákveðið, að karlar skuli hafa ein laun og
konur önnur, þó að um sé að ræða einstakl-
inga með sömu menntun við sama starfið,
eins og t. d. er ákveðið í samningum verzl-
unarmanna i Reykjavik, og ennfremur þarf
að endurmeta öll verk, sem talin hafa verið
kvennaverk sérstaklega og launuð i sam-
ræmi við það. Það er verkefni islenzkra
kvennasamtaka og verkalýðshreyfingarinnar
að sjá um, að þessi endurskoðun verði fram-
kvæmd hið fyrsta <og hvergi verði hvikað frá
þeirri reglu, að sömu laun beri að greiða
fyrir jafnverðmæta vinnu.
MFLKORKA
35