Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 4
Við skulum líta til sjálfs heimalands At-
lantshafsbandalagsins, Bandaríkja Norður-
Ameríku, og sjá hvað gerist þar. Það fyrsta
sem við heyrum er að tveir frægustu lista-
menn þeirra verða lyrir barðinu á Atlants-
hafsbandalaginu, Chaplin flýr land, hefur
ekkert athafnafrelsi lengur og er auk þess
í hættu um líf sitt. Paul Robeson er settur
í umferðabann og fær ekki að fara úr landi
og frelsi hans er takmarkað. Og nú er bar-
áttan gegn kommúnismanum farin að ná
lengra en til kommúnistanna einna saman,
það er kynþáttahatur samanvið eins og við
þekkjum glöggt úr sögu Þýzkalands á þeim
formyrkvunarárum sem Hitler sat þar að
völdum.
Eg tók eftir því þegar ameríska bókasýn-
ingin kom hér í fyrra á vegum „upplýs-
inga“deildar Bandaríkja Norður-Ameríku,
að frá því ég var í Bandaríkjunum fyrir 15
árum hafði engin ný bók bætzt í hópinn.
En blaði maður í þeim bókum sem hingað
koma eru þær afturúrbækur, unga fólkið
hefur gugnað, það er enginn kjarkur í því
og ábyrgðarmikið að skrifa eitthvað sem
kynni að vera talið misjafnt. í staðinn verð-
um við vör við óhemju ósköp af glæparit-
um, það virðist allt vera að kafna í þeim,
þau gætu þakið Saharaeyðimörkina svo eru
þau mikil að vöxtum. í skugga A-bandalags-
ins.
Það kembir ekki af bandarískum rithöf-
undum eins og gerði meðan þeir höfðu
frjálsar hendur, áður en Chaplin fór úr
landi, áður en Paul Robeson var lagður í
einelti, áður en A-bandalagið tók að marka
spor sín í þjóðlífið.
Talað er um það í ræðu utanríkisráð-
herra á 10 ára afmæli A-bandalagsins að
þegar bandalagið hafi verið stofnað, hafi
verið samið um ýmislega samvinnu á sviði
efnahagsmála og menningar.
Hvað býður svo bandalagið okkur af
menningu? Við fáum bókstaflega aldrei
neitt að sjá af því tæi, og þeim mun minna
sem við erum í meira sambýli við þá. Bara
glæparit og undirmálsútvarp. Mér var vel
kunnugt um það að t. d. málaralist stóð í
blóma í Ameríku, sumpprt fyrir tilstilli
Evrópumanna sem flúið höfðu stríðið og
nasismann*. En nú virðist vera búið að vísa
henni úr landi eða hneppa hana í fangelsi
og sprengja úr henni líftóruna eins og öðru.
Bandalag þetta er haldið sömu menningar-
grillum og Hitler, að menning þjóðanna sé
ekki á réttri leið, og þurfi eitthvað annar-
legt afl að bjarga henni við svo sem eins og
vígbúnaður.
Hverjar eru svo varnir hersins? Er her-
inn varnarher? Heyrt hef ég mann gagn-
kunnugan herstöðinni segja það, að ef Rúss-
ar sendu sprengju á Keflavíkurflugvöll yrði
ekki tími til að senda boð um ]rað til Ame-
ríku, eldflaugin væri skjótari á ferð en svo.
Það er ekki einu sinni því að fagna að Ame-
ríka myndi sleppa við sprengingar enda
þótt við vildum fórna okkur. En þá gettun
við líka sagt okkur það sjálf, ef herinn væri
ekki hér á landi og eldliaugar sprengdu upp
Bandaríki Norður-Ameríku, þá yrði ekki
tími til þess að hernema okkur og myndum
við komast hjá styrjöld.
Herinn og hans lið hafa byggt eina borg
á Miðnesheiði sem er svo rammbyggð, að
það þarf heilan her til þess að halda henni
við. Þar búa bandarískar fjölskyldur. Þetta
er bandarísk borg. A daginn og um nætur
sveima flugvélar yfir hverjum hrepp á ís-
landi, það má heyra hinn óhugnanlega
stríðsdyn hvar sem er á landinu. Hlaðnar
eru þær vetnissprengjum, það höfum við
eftir hershöfðingjum. Bandaríkjaher er við-
búinn nótt og dag að ráðast á önnur lönd í
varnarskyni. Ekki bregður okkur í brún
þegar við lesum skýrslur um sálarástand
flugmanna þeirra sem stjórna vélunum, en
því er þannig farið að tveir þriðju hlutar
þeirra eru sálsjúkir vegna ofnautnar áfeng-
is eða neyzlu deyfilyfja. Og þetta er ekki
haft eftir óvinum þeirra kommúnistunum,
* Eftir að þetta er ritað höfum við fengið að sj;i
örlítið hrot af málaralist frá Bandaríkjum N.-Ameríku.
36
MELKORKA