Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 11
öllum flokkum og auðvitað reið það bagga- muninn. Þannig var þá einnig tekin aftur upp í lögin milliganga trygginganna til 16 ára aldurs barns, þar sem fallist var á rökin, að ástæðulaust væri að fella niður þessa milligöngu við giftingu móður, þar sem barnalífeyrir eða meðlag væri endurkræft lijá barnsföður og þyrfti því ekki að falla ríkinu til útgjalda, ef rétt væri á haldið. En því miður héldum við ef til vill ekki nógu vel á málinu með tilliti til lífeyris vegna barns, sem misst hefur föður sinn, því að þar valda skerðingarákvæði oft niðurfell- ingu lífeyris. Eins og rauður þráður gengur í þessum tillögum krafan um hækkun á upphæð elli- og örorkubóta og nú síðast hækkunágrunn- uppliæð barnalífeyris og hækkun og breyt- ingar á ýmsum öðrum bótaflokkum og upp- taka nýrra bótaflokka, svo sem mæðralauna og niðurfelling á skerðingum bóta. Þessar'umkvartanir og beinar kröfur til löggjafans Urn úrbætur frá kvennasamtök- unum leiddu fil þess, að þær Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, sem um tíma átti sæti á Alþingi sem varamaður, Jóhanna Egilsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, sem einnig var varamaður um stundarsakir, og Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, báru fram sameiginlega t.il- lögu veturinn 1957, um hækkun á grunn- upphæð barnalífeyfis um allt að 50%. Sam- tímis bar Jóhanna Egilsdóttir fram tillögu um 50% hækkun á elli- og örorkulífeyri. Forganga þeirra og kvennasamtakanna leiddi til að fjárveitinganefnd sameinaðs Al- þingis bar fram þingsályktunartillögu um að sérstakri nefnd yrði falin athugun á hvort unnt væri: 1. Að hækka grunnupphæðir elli-, örorku og barnalífeyris, 2. að heimila al-lt að tvöfaldan barnalíf- eyri vegna munaðarlausra barna, 3. að greiða að einhverju leyti lífeyri með barnidáfinnar móður, 4. að jafna ;að einhverju leyti aðstöðu lijóna og einstaklinga gagnvart trygg- ingalögunum. 16. júlí skipaði tryggingamálaráðherra síðan flutningskonur málsins á Alþingi í nelndina, auk íulltrúa Tryggingastofnun- arinnar og Sjúkrasamlagsins, og var Hjálm- ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri formaður nefndarinnar. Á síðastliðnu hausti gerir Bandalagsfundur kvenna í Reykjavík enn á ný kröfur til hækkunar á elli- og örorku- lífeyri um 60% og hækkun á barnalífeyri um 80%. Fundurinn rökstuddi tillögurnar með rýrnun bótanna á undanförnum árum af verðbólgu sökurn, og benti á að slysabæt- ur, sjúkrabætur o. fl. flokkar trygginganna væru komnir óhæfilega langt aftur úr þró- un verðlags og kaupgjalds. Heildarendur- skoðun á almannatryggingunum væri því tímabær. Ég ltafði sem ein af nefndarkonum í tryggingamálanefnd Bandalagsins beðið Idarald Jóliannsson, hagfræðing, að reikna út, hve mikið barnalífeyrir liefði dregizt aftur úr, miðað við elli- og örorkubætur frá setningu laganna 1947 og lagði ég bréf lians fram á Bandalagsfundi síðastliðið haust. Þar upplýsti liann, að grunnupphæð barnalíf- eyris eða meðlags hefði staðið í stað frá setningu laganna 1947, meðan grunnupp- Iiæð elli- og örorkustyrks hefði hækkað um 30%. í samanburði við elli- og örorkulífeyri eða laun starfsmanna ríkisins í lægstu launa- fl., var sem sé barnalífeyrir eða meðlag orð- ið 30% lægra en það var við setningu lag- anna 1947 og svo bættist verðbólguþróunin þar ofan á. Á grundvelli þess sem staðreynd- irnar sýna um líf öryrkja og gamalmenna og barna einstæðra mæðra gerðum við ofan- nelndar kröfur um félagslegt öryggi, auk þeirrar þekkingar. sem við höfum með tilliti til ýmissa' þessara atriða í öðrum löndum. Bandalagsfundur samþykkti áskorun til tryggingamálaráðlierra um að bæta Aðal- björgu Sigurðardóttur í nefndina. Varð liann vel við þvíj og var hún skipuð í fyrrn. nefnd í nóv. síðastliðnum. t MELRORR'A 43

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.