Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 20
GLEYMT SKÁLD - GEYMD VÍSA
Framh. af 41 bls.
samtíðar, en hann drukknaði rúmlega tví-
tugur, 1865. Bæði liann og Jakob bróðir
lians sögðu nákvæmlega fyrir um dauða
sinn og bendir það o. fl. til þess að þetta
fólk hafi vitað jafnlangt nefi sínu. Ingibjörg
unni mjög Sigurði frænda sínum og orti um
hann eftirmæli sem enn eru til og eru þetta
tvö fyrstu erindin:
Hvert er nú vinar í verölcl að leita?
Vorblótnið æskunnar fölnaði skjótt
hádegi lífs nam í lágnætti breyta
ljósanna faðir svo óvörum fljótt.
Rósirnar falla á fegursta skeiði,
fullkomnum þroska svo varla þær ná,
gtansandi liljurnar blöðin þó breiði
bæla þær skakviðrin ofsaieg, þrá.
Þyngir á hörmunum, þungt er að frctta
þrumurnar dauðlegar ganga svo nær.
Tárin af hvörmunum dynja og detta,
dagar að svartnætti verða því nær.
Sorganna blæju ég sveipast að nýju,
því sjónar ég missti af kærasta vin,
hann sefur í bylgjunnar faðmlögum fríu,
feldur af svipvindsins bráðlcgum hvin.
Þótt erindi þessi séu ort í þeim stíl sem
ekki er lengur í tízku, eru þau ort af slíkri
snilld og einlægni að helzt minnir á sjálfan
Við spyrjum á hvern hátt hún skrifi.
Ég skrifa alltaf í léttum tón, svarar hún.
Þið eruð ykkur þess meðvitandi að þið
leggið undirstöðuna að allri framtíð barns-
ins, segjum við.
Börn eru menn framtíðarinnar, segir
Barto. Það er undir þeim komið og tipp-
eldi þeirra hvernig framtíð heimsins verð-
ur. Við segjum: það á að gefa börnunum
mikinn skáldskap.
Bólu-Hjálmar. Þau bera það með sér að það
er enginn viðvaningur sem þau hefur ort.
Þá er einnig til eftir Ingibjörgu brot af
kvæði um konungskomu og þjóðhátíðina
1874. Það hefur upphaflega verið 18 erindi,
en 11 fyrstu erindin eru glötuð. Kvæðið er
í léttum tón og virðist vera gert til söngs.
Þetta er sýnishorn af því:
12. Hátíðlegt hér ég finn
hljóðfæri og söngurinn
drykkur og dansferðin
drífa burt sorg.
13. Húrra með hrópin snjöll
heyrið nú Islands fjöll
takið því undir öll
alþýðu róm.
15. Kóngur vor hátt með hrós
heimsókti jökuldrós
vakna þá vann hvcr rós
virðingu með.
Einnig er til eftir hana kvæði um heim-
ilisfólkið í Görðum á Álftanesi og mun það
ort einhverntíma meðan hún dvaldi þar á
efri árum sínum. Ekki get ég fundið út við
samanburð á húsvitjanabók, Itvert árið það
muni ort, en vel gæti hún hafa talið t. d.
börn prófastsins þótt annaðhvort eða bæði
væru farin að heiman. Fólkið á bænum mun
hafa lært strax kvæðið sem ort var um það
og varðveitt það frá glötun. Ekki hef ég rek-
ist á neina afskrift af því á Landsbókasafni.
Erindi þessi eru skrifuð niður eftir gamalli
konu, Sigríði, dóttur Steingríms og Mar-
grétar, sem bæði eru talin meðal heimilis-
fólks í Görðum í kvæði Ingibjargar. Ól.
Þorvaldsson þingvörður, sem kunnugur var
á Suðurnesjum, segist hafa lieyrt farið með
fyrsta erindið laust eftir síðustu aldamót,
en aldrei síðan. Hann telur að kvæðið muni
ort ofarlega á 8. tug síðustu aldar. Ekki
kunni Sigríður neitt fleira eftir Ingibjörgu,
en minntist þess að liafa heyrt talað um
hana sem prýðilega skáldmælta konu.
52
MELKORKA