Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólajsdóttir, Reykjalilið 12, Reykjavik, sitni 13156 . Þóra í'igfúsdóttir, Þingholtsstrceti 27, Rvik. simi 15199 Útgefandi: Mál og rnenning Skuggar Atlantshafsbandalagsins Eftir Drífu Viðar Mikið liefur verið talað vegna 10 ára af- mælis Atlantshafsbandalagsins. Það voru haldin tvö útvarpskvöld með viðeigandi ó- hróðri um þá sem afmælisbarnið fæddist gegn í upphafi. Mér virtist að mestu gleym- ast að tala um afmælisbarnið sjálft. Og því miður hlýtur mér að fara sem þeim, mér væri ómögulegt að hrósa afmælisbarninu. Það er ekki af tómri illkvittni sem ég segi þetta, ég vildi óska þess að ég gæti sagt því eitthvað í vil, en hvernig sem ég rannsaka hugann er mér það ómögnlegt. Ég vildi geta sagt eins og þeir: „Það er friðar- og frelsisbandalag“. En við vitum að það er að búast til stríðs. Ég vildi geta sagt: „Þetta er varnarbandalag frjálsra þjóða,“ en það væri mér ómögulegt af því að þetta er bandalag nokkurra ríkra kalla sem eru að verja hags- muni sína í löndum og lausunr aurum til þess að ekki verði hægt að skipta auðnum jafnt, bandalag sem ásælist auðlindir ann- arra, bandalag sem kemur af stað vígbúnað- arkappldaupi. Ég vildi hafa mátt segja með afmælisbarninu, að það hefði staðið fremst í flokki fyrir menningu og framförum eins og sagt var við stofnun þess, að lilntverk þess eigi að vera. Að lokum, ég vildi óska þess af heilum hug að það hefði verið svo ábyrgt að reyna að hindra vetnissprengju- tilraunirnar, sem gerðar hafa verið í brjál- melkorka æði og ábyrgðarleysi, í trássi við neyðaróp vísindamanna, í trássi við vilja mannkyns- ins, í trássi við lífið á hnettinum. En At- lantshafsbandalagið hefur hvorki meira né rninna en allar sprengingarnar á samvizk- unni, sprengjukapphlaupið er þess sök. Hershöfðingjum bandalagsins kemur ekkert við lífið á jörðinni, heldur dauðinn. Og það veit enginn hversvegna þeir eru að þessu. Ráðamenn bandalagsins vita svar við því: Það er baráttan gegn kommúnismanum. Það var sarna vígorð sem Hitler notaði til þess að drepa og tortíma, bæði mönnurn, kynþáttum, öllu andlegu lífi og frelsi þjóð- anna. T Vestur-Evrópu kveður svo rammt að þessum kommúnisma, það er hvorki meira né minna en öll hámenning Vestur-Evrópu sem talin er til hans. Það er vígbúist gegn þessari hámenningu, komið sér upp her, flota, sprengjum, flugvélaflota. Ég þarf ekki annað en líta til míns heimalands og verða þá fyrir mér róttækir rithöfundar í fremstu röð okkar andans manna, vakandi um liag litla mannsins að hann verði ekki borinn fyrir borð. Það þarf her, flota, sprengjur og flugvélar til þess að sigrast á málstað þeirra og bæla í þeim rostann, en einnig til þess að fæla aðra frá því að feta í fótspor þeirra. 35

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.