Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 21
KVÆSI um lieimilisfólkið i Görðum d Alftanesi eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur Þórarinn séra og Þórunn frúin þarflegt í Görðura hafa starf, manndyggðura safna sóma búin sem þeirra börnin taka í arf. Það er: Jón, Anna Elísabet, uppeldisdóttur Tótu ég met. Þjónustukvinnur verk sín vanda vinnusaraar og duglegar, iðjulausar þær aidrei standa allvel hæfar til búskapar. Vilborg, Margrét og Þorbjörg þar, það heita fríðu meyjarnar. Steingríma tvo og Lárus leit ég, lúinn Svein og hann Hallgrím minn, Jón Arna líka vel um veit ég, verklaginn er sá drengurinn. Þessir í Görðura þjóna enn, það eru góðir verkamenn. Ingibjörg skal á eftir talin af Jjv í hún raanna Jryggur styrk, henni er enginn heiður falinn, hún er göraul og lítilvirk. Heiraurinn dæmir hana ei vel, honum að fylgja skárst ég tel. Það má einnig geta þess hér til gamans að Ingibjörg er talin hafa ort danskvæðið fræga um Óla Skans eins og það var upphaflega, en það var um tíma sungið einna mest allra dans- og dægurljóða um land allt. Óli Skans var uppi samtímis Ingibjörgu, en yngri þó. Hann var fæddur á Skansinum hjá Bessa- stöðum og voru foreldrar hans þar leigu- liðar. Óli Skans á það vafalítið að þakka þessu kvæði og dansinum góða, hve nafn lians hefur tengzt sögu og lífi landsins órjúfandi böndum. Það lief ég eftir ýmsu fólki af Álftanesi og víðar að þau Ingibjörg og Garða-Björn hafi lengi átt í kvæðaerjum og er því haldið fram að henni liafi oftast veitt betur, er þar máski að finna eina skýringu á því hve lítt því hefur verið lialdið á loft. Allt mun það nú týnt nema vísan í upphafi þessa þáttar, er barst um sveitirnar sem nafnlaus hús- gangur, og önnur hálf: Þó heimurinn kalli hann hunda-Björn hringjarann frá Görðura. Björn var allvel hagmæltur líka og eru til nokkrar vísur eftir hann, m. a. ein um Óla Skans: Eyjólfs greiða kund við kjörum, kola og seyðum fargar sá, Ólafur skeiðar Skans úr vörum skeljungs breiða völlinn á. Hann kvaðst líka á við Jón Thoroddsen er þeir voru eitt sinn á heimleið frá N oregi, og þessa vísu hraut honum af vörum, er hann liugðist vitja um föðurarf sinn, en aðrir höfðu orðið handfljótari að eyða hon- um: Heiraurinn er hrekkja fans, hef ég það oft fundið, Jjegar allt er andskotans araa og meinum bundið. En hver er þáttur Björns í lífi þessarar konu? Líklega ekki annar en sá að vera andstæða hennar og að sumt fólk er betur fallið en annað til að yrkja um það. Ekkert virðist benda til að nein óvinátta hafi verið milli þeirra. Björn er stundum skírnarvott- ur hjá þeim lijónum meðan hann er ungl- ingur í Görðum og einnig má benda á það að Metta dóttir þeirra er vinnukona á Breiðabólsstöðum 1870. Og ekki var Björn í hreppsnefnd þeirri sem úrskurðaði Ingi- björgu ölmusuna. En þó er ekki ólíklegt að einmitt ólík aðstaða í lífinu hafi hvesst broddinn á vísnaskeytum liennar. Ef við fylgjum ferli þeirra í kirkjubók- um má glöggt sjá, að jjrátt fyrir lítinn ald- ursmun og ágæta hæfileika beggja, liggur vegur Ingibjargar sífellt niðurávið, mælt á veraldarstikuna, en Björn er stöðugt að vinna sig ujjp í lífinu. Þau mætast en eiga aldrei samleið. Þau eru aldrei jafnokar og MELKORKA 53

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.