Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 19
En ég ákvað þarna að gerast höfundur barn-
anna. Þangað til liöfðu barnabækur alltaf
verið álitnar annarsflokks bókmenntir.
En hver er afstaða yðar til barnabóka nú?
Börnin eiga að fá það bezta. Fyrsta listin
sem þau kynnast á að vera meistaraleg,
æðsta hamingja og gleði.
Hvað segið þér um einfaldleika stílsins á
barnabókunum?
Ég vil taka það fram að einfaldleiki næst
ekki með því að gera mál skáldsins fátœk-
legra. Það er nauðsynlegt að ná hæsta tján-
ingarformi með einföldustu atriðum: skýr-
leika hugsunarinnar og nákvæmni í formi.
Þetta er aðalatriðið þegar rætt er urn ein-
faldleik.
Börnin eru fljót að finna það hvort bók-
in sé sönn eða ekki. í beztu barnaljóðum er
margt skylt því sem talar til okkar í þjóð-
vísum svo sem eins og myndir, hið knappa
form og kraftur. Það má sjá hversu stuttir
og laggóðir málshættir og spakmæli eru.
Það er bráð nauðsynlegt að vera stuttorður
og gagnorður í skáldskap barna.
Tolstoy segir: það verður að skiljast að
fyndni þarf að vera stuttorð og gagnorð. Sé
hún teygð á langinn er hún ekki lengur
fyndin.
Oft reyna skáldin að skýra rnjög mikið út
það sem ]rau halda að börnin skilji ekki. Ég
lield þeirn sé betra að hafa rneiri trú á les-
andanum.
Það er þessi linyttni máti sem börnin
skilja fullkomlega, einmitt þegar verið er
að útskýra alvarlegar hugsanir. Það er mik-
il gáfa gefin sérhverjum rithöfundi, sem
getur fengið börnin til þess að brosa.
Við spyrjum hvað komið hafi út eftir
hana og um hvað hún skrifi. Það eru bæði
ljóð, sögur, leikrit og kvikmyndir sem eftir
hana liggja. Alls 500 bækur skilst okkur,
gefnar út á 65 tungumálum. Það eru 58
tungur innan Sovjetsambandsins og fyrir
byltinguna áttu 20 af þessum þjóðum ekk-
ert ritmál.
Hún vill sem minnst um sjálfa sig tala.
Agnia Barto segir sögu
Hinsvegar segir hún frá því þegar hún komi
til ókunns lands þar sem liún ekki þekki
neitt til, lnðji hún börnin að syngja eitthvað
fyrir sig. Það sem þau syngja mest sé eink-
um við þeirra hæfi. Hérna sungu öll börn-
in fyrir mig ljóð eftir Stefán Jónsson um
óþekkan strák, segir hún. Ég hef hitt Stef-
án og mér skilst að hann sé fæddur til þess
að skrifa fyrir börn. Það sem hann skrifar
verður á allra vörurn og að einhverju leyti
skylt þjóðvísum.
Mörg beztu kvæði okkar eiga sér stoð í
þjóðsögum og þjóðkvæðum, segir hún enn-
fremur.
Þjóðlög og þjóðvísur eru náttúrlega bók-
menntir sem eru jafn mikilsverðar fyrir
börn og fullorðna, segjum við.
Það er oft eitthvað bak við þjóðvísu sem
börnin skilja ekki, segir hún. Þegar þau
vaxa upp geymast ljóðin í liuga þeirra og
þegar þeim skýtur upp aftur löngu síðar
skilja þau það öðrum skilningi. Ég hugsa
mér alltaf að ljóðin mín og sögurnar séu
líka fyrir fullorðna. Ég skrifaði eina bók
fyrir foreldra um uppeldi barna sem þau
eiga að lesa sjálf upphátt fyrir börnin til að
vita livort rétt sé.
Hún heldur áfram: margir fullorðnir
kunna barnaljóð utanað og uppeldið kem-
ur öllurn fjöldanum við. Ljóðagerð senr nær
beint til hjarta fólks á ölhim aldri, er ekki
síður mikils verð.
MELKORKA
51