Melkorka - 01.06.1959, Blaðsíða 14
Um tryggð og ótryggð
Hftir Miilfriði Einarsdóttur
A þriðjudagskvöldið las Jón Helgason
prófessor í Kaupmannahöfn úr safni af
gömlum kvæðum, sem hann hefur fundið
í Árnasafni. Hann segir þetta vera örlítið
brot af því sem til sé, og hafa vinzað úr það
sem honum þótti helzt gaman að. Ekki þori
ég að gefa kvæðum þessum einkunn, því
mér kann að hafa farið eins og liann segir
að sér fari þá er hann heyrir suma sálma
sungna: ef lagið er gott, geta sálmarnir virzt
afbragð, þó að þeir sýnist heldur vondir
þegar þeir birtast í nekt sinni og lagið er
hætt að skreyta þá. Hann las þau vel, og
þau virtust góð.
Jón Helgason fór ungur af íslandi og hef-
ur síðan dvalizt í þeirri borg þar sem varla
getur heitið að nokkur maður kunni stakt
orð í íslenzku, en flestir menn af íslandi
vanrækja hryggilega móðurmál sitt, annað-
hvort af gáfnatregðu eða af því að þeir
Jón
Helgason
skammast sín fyrir það, eða af hvorutveggja,
en læra þó eigi að fremur mál landsins til
lrlítar. En aldrei verður þess vart, að Jón
Helgason þurfi neitt fyrir því að hala að
tala móðurmál sitt ekki einungis lýtalaust,
heldur eins og oss finnst eiga að tala það,
hæði að því er snertir framburð og orðaval,
svo að fáir gera jafn vel.
Spyrji nú einhver Iivar Jón Helgason liafi
lært mál sitt, hvort honum hafi verið ]rað
meðfætt, drukkið það með móðurmjólk-
inni, lært það af bókum og kennurum, þá
held ég sönnu næst rnuni vera að efniviður-
inn sé að drýgstu leyti fenginn hjá óskóla-
gengnu sveitafólki í Borgarfirði, nánar til-
tekið í Hálsasveitinni, upp úr aldamótun-
um, torfbæjafólki sem gekk á sauðskinns-
og leðurskóm. Þetta fólk talaði óafvitandi
eins og gert hafði verið í héraðinu síðan
það byggðist, með dálitlum breytingum þó.
Oft verður mér að hugsa, þá er ég heyri
á tal manna hérna í þessari borg, núna á
ofanverðri tuttugustu öld, hvort íslenzka
muni geta talizt til ljótustu tungumála í
heimi, en svo bregður við, þá er liún er
töluð á þann hátt, sem ekki er unnt að efast
um að sé hinn rétti, þá spyr ég mig, hvort
nokkurntíma hafi verið til fegurra og full-
komnara mál.
Það er annars dálítið ónotalegt að heyra
þulið án afláts á annan klukkutíma úr
skrítnum gamanljóðum og hástemmdum al-
vöruljóðum ekki óskringilegri, því vegna
annaðhvort elli og hrumleika eða með-
fæddrar gáfnatrgðu eða hvorstveggja, tekst
oss ekki að nema af þessu nema lítið og
miklu minna en við vildum. Þetta er eins
og sýnd veiði en ekki gefin, því ljóðmæli
eru til að geyma þau í hugskotinu, og það
vill stundum lánast að þau raðist þar svo
46
MELKORKA