Melkorka - 01.03.1960, Page 4

Melkorka - 01.03.1960, Page 4
Alþjóðadagurinn 8. marz Eftir Þóru Vigfúsdóttur Þegar litið er um öxl á hálfrar aldar af- rnæli Alþjóðabaráttudags kvenna kenrur upp í liugann sagan um mustarðskornið sem þrátt fyrir haglél og hretviðrin hörð óx og dafnaði og varð að liinu sígræna tré sem breiðir lirnar sínar yfir lönd og höf. Fyrsti tugur tuttugustu aldarinnar var liðinn þegar alþjóðaþing sósíalistiskra og róttækra kvenna var haldið í Kaupmanna- höfn fyrir forgöngu Clöru Zetkin, hinnar frægu þýzku kvenréttinda- og stjórnmála- konu. Kvenréttindabaráttan var háð í hverju landinu af öðru en hvert sem litið var bjuggu konur við átakanlegasta rétt- leysi. Þær voru með öllu áhrifalausar í þjóð- félaginu, útilokaðar frá menntastofnunum og skólum, urðu að sætta sig við helmingi minni laun en karlmaðurinn fyrir sömu vinnu. Allstaðar var hlutur þeirra f'yrir borð borinn. Konurnar, „mæður kynslóð- anna“, voru eins og lægri þjóðflokkur og liverri einustu réttarbót urðu þær að berj- ast fyrir og stundum að láta lífið í sölurnar. En saga kvenréttindabaráttunnar á fyrstu áratugum aldarinnar verður ekki rakin hér en vel mætti minna á að margar forystukon- urnar voru ofsóttar og fangelsaðar fyrir að berjast fyrir þeim mannréttindum sem okk- ur finnst svo sjálfsögð í dag. Og þegar farið er að rifja upp sögu þessara fyrstu ára kven- réttindabaráttunnar, minnir hún einkenni- lega á það sem er að gerast hjá nýlendu- þjóðunum á vorum tímum. Konur þar eru fangelsaðar, pyndaðar og gerðar landrækar af herraþjóðunum fyrir að krefjast sömu mannréttinda og kynsystur þeirra í Ame- ríku og Evrópu á sínum tíma. Clara Zetkin og samherjar hennar sáu CJara Zetkin fljótt að sterkasta aflið á bak við kröfur þeirra voru konurnar sjálfar. Mannrétt- indakröfur þeirra voru alþjóðlegar og á al- þjóðlegum vettvangi yrðu þær að standa ldið við hlið, snúa bökum saman ef sigur ætti að vinnast, og 8. marz var því á þinginu í Kaupmannahöfn 1910 gerður að samein- ingartákni og alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Það var 8. marz 1911 sem róttækar konur í Danmörku, Þýzkalandi, Austurríki og Sviss fylktu sér í fyrsta sinn undir merki dagsins. Ari seinna bættust franskar konur í hópinn, síðan fleiri og fleiri. Þær fóru fjölmennar kröfugöngur, héldu opinbera fundi, rituðu greinar í blöð. Kröfurnar voru kosningaréttur handa konum, jafnrétti karla og kvenna, launajafnrétti, afnám 4 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.