Melkorka - 01.03.1960, Síða 5
þrælkunarvinnu barna í verksmiðjum, og
krafan um 10 klukkustunda vinnudag var
þá stórt spor í framfaraátt. En fyrst og
fremst var krafan urn frið, áskorun til þjóð-
anna að leggja niður vopnin og ræða á-
greiningsmálin á alþjóðaþingum, táknræn
fyrir daginn frá öndverðu. Jafnvel eftir að
fyrri heimsstyrjöldin skall á fékk Clara Zet-
kin því til leiðar komið að friðarþing
kvenna var haldið í Sviss 1915 og vakti
þingið athygli fyrir hinar djörfu ályktanir
sem þar voru gerðar. En því var jafnað við
landráð að tala um afvopnun og frið á þess-
um árum.
Eftir heimsstyrjöldinasíðustu mæltu kon-
ur sér mót víðsvegar úr lieiminum, konur
frá hinum stríðsþjökuðu löndum og fanga-
búðum nazista. Þær strengdu þess heit að
leggja fram alla krafta sína í þágu friðarins
og taka upp merki 8. marz fyrir réttinda-
málum kvenna og verndun barna í heimin-
um. Alþjóðabandalag lýðræðissinnaðra
kvenna var stofnað, stærsta samfylking
kvenna sem nokkru sinni hefur verið uppi í
heiminum og hefur að baki sér á annað
hundrað milljónir kvenna. Og svo hátt og
vítt er til veggja innan samtaka þeirra að
konur hvar sem er á hnettinum sem leggja
vilja friðaröflunum lið geta án tillits til
stjórnmálaskoðana, litarháttar og trúmála
fylkt sér þar hlið við hlið.
Hin nýja kona jDekkir orðið mátt sam-
taka sinna. Hún hefur barizt til sigurs fyrir
dýrmætum mannréttindum, jrótt enn skorti
mikið á að konur á vesturhveli jarðar búi
við það jafnrétti sem konur í löndum sósía-
lismans njóta eins og í Sovétríkjunum og
Kína. Tvær heimsstyrjaklir hafa geisað á
öldinni, jrar sem konan hefur staðið við
hlið mannsins og gegnt ábyrgðarmiklum
störfum fyrir jjjóðfélagið. Þær hafa getið
sér ódauðlegan orðstír í andspyrnuhreyf-
ingu þjóðanna gegn fasismanum, setið í
fangelsum og verið pyndaðar. Og þessar
konur hikuðu ekki við í moldviðri kalda
stríðsins að rífa í sundur hið tilbúna járn-
/--------------------------------------->
ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR:
SANDUR
Hún þátti stórorð og þrœtugjörn,
og því var hún flœmd úr landi.
Hún hugsar um ellefu blökkubörn,
berfcett i þurrum sandi.
Þau leita og hrópa: „Mamma min!“
En mamma er farin úr lacidi.
Þau gleyma að si?ma um gullin sin,
sem grafast i þurrum sandi.
Svitinn vcetlar um hrokkið hár,
þvi heitt er suður i landi.
Röddin er hás, og tár og tár
týnist i þurrum sandi.
Þeir hrósa eklti sigri um eilif ár,
sem auðgast i stolnu lattdi
og hirða ekki um blökkubarna tár.
— Þeir byggja sitt hús á sandi.
v_______________________________________y
tjald stjórnmálamannanna, eins og ein for-
ustukonan komst að orði, og rétta vinar- og
systurhönd til kvenna með ólíkustu stjórn-
málaskoðanir. Og konurnar hafa skynjað
rétt, því alltaf verða Jiær raddir háværari
og háværari sem vilja fara leið vináttu og
samvinnu meðal þjóða. Og þar tóku konur
forustuna 1945 þegar Aljíjóðabandalag lýð-
ræðissinnaðra kvenna var stofnað.
A1 j>jóðabará11udagurinn 8. marz hefur
með hverju ári fengið víðari og dýpri merk-
ingu. Undir merki hans ganga konur af
öllum kynþáttum, þjóðfélagsstéttum og trú-
arbrögðum og mótmæla vígbúnaðarkapp-
lilaupi og kjarnorkustyrjöld og krefjast að
gengið verði til samninga um afvopnun í
heiminum. Nú er það ekki lengur tiltölu-
lega fámennur hópur kvenna eins og á dög-
um Clöru Zetkin, sem hefur upp raust sína
móti styrjaldaröflunum heldur helmingur
mannkynsins, en konurnar sem áður
fremstar í flokki. íslenzkar konur hafa einn-
MELKORKA
5