Melkorka - 01.03.1960, Side 10
Jónina Jónatans-
dóttir, formaður
Verkakvennafél.
Framsóknar.
átti í Kaupmannahöfn 1906. Þangað fór frú
Bríet fyrir áhuga sakir til að kynnast mál-
efnum Alþjóðasambandsins. Þegar heim
kom skrifaði hún um kvennaþingið í blað
sitt og skýrði frá störfum þess og stefnuskrá.
Hið íslenzka kvenfélag sem hafði liaft póli-
tísk réttindi kvenna ástefnuskrá sinni, hafði
horfið frá því stefnuskráratriði við dauða
Þorbjargar Sveinsdóttur og brottför Ólafíu
Jóhannsdóttur. Bríet sneri sér nú til Kven-
félagsins og lagði fast að stjórninni að fé-
lagið tæki upp aftur liina upprunalegu
stefnuskrá. Formaður Kvenlélagsins tók því
fjarri og sagði að félaginu hefði vegnað
miklu betur síðan það lagði pólitíkina á
hilluna. Frú Bríet boðaði þá ásamt nokkr-
um áhugakonum til stofnunar Kjvenrétt-
indafélagsins 27. janúar 1907.
Kvenréttindafélagið sneri sér strax að því
að vekja áhuga kvenna fyrir réttindamál-
um, kosningarétti og kjörgengi, fullu jafn-
rétti við karla, og að því að glæða skilning
íslenzku konunnar á aðstöðu sinni í þjóð-
félaginu.
Almenn skólaskylda er lögfest 1908. Það
sama ár flytur Bríet fyrirlestur um kven-
réttindamál víða um landið og stofnaði
sambandsdeildir. Hvetur lnin konur til að
koma kvenréttindamálum inn á þingmála-
fundi og undirbúa áskorun til Alþingis um
málið. Varð samkomulag við Hið íslenzka
kvenfélag um að það gengist fyrir undir-
skriftasöfnuninni og unnu bæði félögin að
málinu. 12000 undirskriftir bárust.
Eins og að líkum lætur var kvenréttinda-
baráttan nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar. Konurnar börðust fyrir kosninga-
rétti og kjörgengi, fyrir rétti stúlkna til
skólagöngu og jöfnum rétti til námsstyrkja
og embætta. Þessar konur lyftu Grettistaki
í stórgrýtisurð fordóma og hégilju. A þriðja
fundi kvenréttindafélagsins ber frú Guðrún
Pétursdóttir fram tillögu um að KRFÍ taki
nýtt mál á dagskrá, lagafrumvarp um rétt-
indi óskilgetinna barna og mæðra jreirra.
Féll þessi tillaga í góðan jarðveg og leiddi
af sér eftir harða baráttu lög um réttindi
óskilgetinna barna 1921 (sem höfðu í för
með sér ört minnkandi barnadauða).
1. janúar 1908 ganga í gildi ný kosninga-
lög til bæjarstjórna. Með þeim lögum fá
konur sama kosningarétt og karlar og kjör-
gengi til bæjarstjórna. K.R.F.Í. beitti sér
fyrir kvennalista við bæjarstjórnar-kosning-
arnar. Kosningin varð mjög söguleg, en fyr-
ir frábæran dugnað og skipulagningu
kvennanna komst allur kvennalistinn að.
Þá verður 1911 að lögum að konur öðlast
rétt til allra skóla, námsstyrkja og embætta
með sömu skilyrðum og karlmenn. Nú virt-
ist sem langþráðum áfanga væri náð, en þó
líða 13 ár þar til fyrsta konan notar sér rétt-
inn til embætta, en þá er Katrínu Thorodd-
sen veitt Flateyjar-læknishérað.
Árið 1913 kemur frú Jónína Jónatans-
dóttir með þá tillögu í K.R.F.Í. að félagið
beiti sér fyrir stofnun verkakvennafélags til
að bæta launakjör verkakvenna. Konur
höfðu þá 15 aura um klukkutímann en
karlar 35 aura þó þau ynnu saman við fisk-
burð. Konur lögðu á sig sömu störf og karl-
menn í landi, eyrarvinnu, saltburð og kola-
vinnu og vatnsburð. Haustið 1914 var síðan
verkakvennafélagið Framsókn stofnað og
10
MELKORKA