Melkorka - 01.03.1960, Síða 22
Kvenstúdentafélag íslands
Eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur, lcekni
Árið 1928 þ. 7. apríl komu 6 konur sam-
an til að stofna félag, sem þær nefndu Félag
íslenzkra háskólakvenna. Frú Björg C. Þor-
láksson, dr. phil., kom með uppástunguna
um félagsstofnunina á þessum fyrsta fundi.
Til bráðabirgða voru tvær konur kosnar í
stjórn, þær Katrín Thoroddsen, læknir, for-
maður og Anna Bjarnadóttir, B. A., ritari
og gjaldkeri. Það var strax ákveðið, að fél-
agið gerðist aðili að alþjóðasambandi há-
skólakvenna, og á stjórnarfundi þeirra sam-
taka, sem það ár var haldinn í september í
Madrid, var aðild íslenzka félagsins sam-
þykkt skilyrðislaust, eins og segir í bréfi al-
þjóðasambandsins til íslenzka félagsins.
Fyrsta verkefnið var eðlilega að semja lög
fyrir félagið og voru þrjár konur kosnar til
þess að sjá um það verkefni, þær Anna
Bjarnadóttir, B. A., Kristín Ólafsdóttir,
læknir og Laufey Valdemarsdóttir, cand.
phil. í fyrstu lögum félagsins segir um til-
gang þess, að hann sé:
1) „að efla kynningu og samvinnu ís-
lenzkra háskólakvenna, vinna að hagsmun-
um þeirra og áhugamálum og auka sam-
band þeirra við umheiminn“.
2) „að taka þátt í starfsemi alþjóðasam-
bands háskólakvenna og stuðla þannig að
aukinni samúð og samvinnu háskólakvenna
um allan heim“.
í lögum félagsins er gert ráð fyrir, að all-
ir kvenstúdentar geti orðið meðlimir í fé-
laginu, en formaður, ritari og gjáldkeri
þurfi að vera háskólakonur. Það var gert
með ldiðsjón af lögum alþjóðasambands há-
skólakvenna. Þegar lög höfðu verið samin
og samþykkt, var fyrsta formlega stjórnin
kosin. Ffana skipuðu Katrín Thoroddsen,
22
Ragnheiður
Guðmunds-
dóttir
formaður, Anna Bjarnadóttir og Laufey
Valdemarsdóttir. Það voru eðlilega á þess-
um árum eins og er ennþá, fleiri kvenstúd-
entar en háskólakonur í félaginu, jrví varð
það að ráði, að á fundi félagsins 16. apríl
1930 var nreð lagabreytingu breytt upphaf-
lega nafni félagsins, Félag íslenzkra háskóla-
kvenna, í Kvenstúdentafélag íslands. Lög-
unum var í eðli sínu ekki breytt. Enn sem
fyrr var gert ráð fyrir, að formaður og rit-
ari væru háskólakonur, svo og að þær önn-
uðust samskiptin við alþjóðasambandið, svo
sem að sækja alþjóðaráðstefnur og stjórnar-
fundi, eftir því sem við verður komið. Á
þessum fyrstu árum var kvenstúdentafélag-
ið fámennur félagsskapur. Það var þá ekki
eins algengt og nú, að konur legðu út í
langt nám, enda ekki svo ýkja langt síðan
að stúlkum var leyfilegt að sitja í Mennta-
skólanum. Laufey Vaklemarsdóttir var
MELKORKA