Melkorka - 01.03.1960, Síða 26

Melkorka - 01.03.1960, Síða 26
Viðtal við Sigríði Eiríksdóttur formann hjúkrunarfélags íslands Ég hef hrifizt af eldmóði þess fólks sem liefur skipað sór saman og gem brautryðjendur fyrir afvopnun og varanlegum friði í hciminum .. . Sigriður Eiriksdóltir Hver virðist yður lielzti munur á aðstöðu og viðhorfum ungra kvenna þegar þér vor- uð að alast upp, og ungra kvenna i dag? Mér virðist viðhorf þessara mála vera mjög breytt frá því sem var á æskuárum mínum. Ekki sízt finnst mér breytingin liggja í því, hversu auðveldara er nú að afla sér bóklegrar menntunar en þá var, — ef til vill of auðvelt nú, ef dæma skal eftir hinum margumrædda námsleiða, sem margir ungl- ingar virðast haldnir af. Æðsta ósk mín var að komast í menntaskólann og verða stúd- ent, en það var gersamlega ókleyft vegna fjárskorts. Sennilega hefur það verið frem- ur sjaldgæft — að minnsta kosti á undan- gengnum 20 árum —, að stúlkum hafi verið ókleyft að stunda langskólanám, ef liugur þeirra hefur verið sterkur í þá átt. Það staf- ar auðvitað m. a. af því, að möguleikar til vellaunaðrar atvinnu í sumarfríum eru all- ir aðrir en þá var, og geta því sparneytnir unglingar sjálfir létt rnikið undir með nám sitt, og gera margir hverjir. Hvað viljið þér segja um aðstöðu kvenna til að sinna félagsmálum og gegna störfum í þágu þeirra, jafnframt þvi að rœkja hlut- verk si'.t, sem móðir og húsmóðir? í rauninni er mjög erfitt að svara þessari spurningu, því hún er svo margþætt, sökum þess að ekki er sama hvaða störf unnin eru í þágu félagsmála. Þótt mér sé ekki vel kunn- ugt um starfsemi pólitískra kvenfélaga, geri ég ráð fyrir að mikil vinna sé í sambandi við þau. En einna tímafrekust álít ég vera störf í stéttarfélögum vegna þess, að þar hvílir krafa margra meðlima á hinum fáu, sem kjörnir eru til stjórnar- og fram- kvæmdastarfa. Hinir gera oftast ekki neitt nema setja frant kröfur sínar. í margskonar félagsskap, sem byggður er upp í hugsjóna- skyni, er aftur á móti auðveldara að dreifa starfinu, og nota á þann hátt alla starfs- krafta hinna áhugasömustu meðlima. Ég hef alltaf álitið það vera mjög örðugt fyrir konur með uppeldisskyldur, að vera fjarri heinrili sínu mikinn hluta dags að staðaldri, og gildir það einu hvort um at- vinnu eða félagsmálastarf er að ræða. — Ég skil það blátt áfram ekki, hvernig kona get- ur komizt yfir tvöfalt starfssvið, þar sem annað þeirra að minnsta kosti er svo tíma- frekt, að engin takmörk eru á. Til jress að 26 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.