Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir, Reykjahlíð 12, Reykjavik, sími 13156 . Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstrœti 27, Reykjavik. Útgefandi: Mdl og menning Sögulegir atburðir fyrir íslenzk fræði Eftir Nönnu Ólafsdóttur Handritamálið svokallaða hefur allt í einu komist á rekspöl; nú stendur til að leysa þetta deiluefni okkar við Dani eftir pólitískum leiðum, alveg án tillits til af- stöðu danskra fræðimanna. Danskir háskóla- menn liyggjast hins vegar ekki láta stjórn- málamennina ráða málinu til lykta og hafa ýmsan undirbúning að koma í veg fyrir af- hendingu, t. d. að leggja málið fyrir dóm- stólana. Það er svo sem auðvitað að danskir fræðimenn munu sífellt finna einhver ráð til að fresta ákvörðun um afhendingu, við fáum að öllum líkindum að bíða til eilífð- arnóns að þeir telji tímabært að við fáum þessa eign okkar. Danskir stjórnmálamenn eru sýnilega þeirrar skoðunar. Því grípa þeir til þess úrræðis, að ráða málinu til lykta á pólítískum vettvangi. Ef til vill má segja að oss íslendinga varði minnstu hvernig af- hending þessarar eignar ok'kar fer fram ef við aðeins fáum hana. Og viðskipti okkar við Dani fyrr á tímum örva ekki til bjartsýni um stórmannlega lausn þessa máls hvort eð er. Þó munu allir þeir, danskir og íslenzkir, sem unnið hafa af mikilli ástundun að finna málamiðlun, harma að málið stendur nú síðustu vikurnar í merki skætings og hnútu- kasts milli danskra sjálfra og hiti umræðna er svo mikill að minnir á fræg „rjúpnamál“ á Alþingi íslendinga. Melkorka Ég hitti af tilviljun á Kristin E. Andrés- son magister í síma fáunr dögum eftir að til- boð danskra stjórnarvalda hafði verið birt, en Kristinn var í handritanefndinni af okk- ar hálfu. „Ertu ánægður með úrslitin?" spyr ég. „Já. Við fáum að vísu ekki öll þau hand- rit sem við höfum óskað eftir, en meginið af þeim, og getum vel sætt okkur við þá lausn sem nú býðst.“ Skyndilega var runninn á pólitískur byr og handritin komust á hálfa leið til lieim- kynna sinna. Hvað endist nú þessi byr? Því verður ekki svarað í bili. Stjórnmálamenn- irnir virðast telja að hann fleyti málinu í höfn. Ef við gerum ráð fyrir að svo verði bíður nrikið starf í kringunr þau hér heima. Húsnæði verður að byggja fyrir handritin og einkum þá starfsenri sem ólrjákvænrileg er í sambandi við þau. Þar dugar ekkert bráðabirgðakák, þá situr við kákið um langa framtíð. Lengi hefur verið beðið eftir sérstakri vísindastofnun í íslenzkum fræð- unr við Háskólamr, þar senr kraftar þeirra fræðinranna senr Háskólinn nrenntar, nýtt- ust í þágu fræðanna, þar sem kandidatar fengju framhaldsmenntun og kennslu í út- gáfustörfum, þar sem efnilegir fræðinrenn 39

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.